20:35
Samfélagið
Fyrirtækin sem menga mest græða mest. Hvað er hamstur? Ávaxtaflugur

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: [email protected]

Stærstu losunarfyrirtækin á Íslandi, þau sem menga lang lang mest, eru ekki að standa sig og sýna litla ábyrgð í loftlagsmálum.

VIð ætlum að ræða við Sigurpál Ingibergsson gæðastjóra sem hefur skoðað sjálfbærniskýrslur og farið yfir alla losun, allan hagnað og kolefnisbindingu yfir 90 fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Niðurstaðan er svört (ekki græn).

Margir hafa hamstrað undanfarið vegna verkfalls Eflingar, sem nú hefur verið frestað. Fólk hefur hamstrað elsdneyti eins og við ræddum aðeins í gær hér í Samfélaginu en líka mat og jafnvel lyf. En hvaðan kemur þetta orð ?hamstra?? og er það kannski eitthvað tengt vinalega nagdýrinu sem við þekkjum svo vel? Við hittum Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunaut áðan við kaffivélina og spurðum hana út í hamstur og fleira.

Svo er Dýraspjallið: Það er Sigríður Rut Frandóttir líffræðingur, sérfræðingur í flugum, sérstaklega ávaxtaflugum, sem segir okkur allt um þessi mögnuðu viðfangsefni sín.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,