20:35
Samfélagið
Fyrirtækin sem menga mest græða mest. Hvað er hamstur? Ávaxtaflugur
Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Stærstu losunarfyrirtækin á Íslandi, þau sem menga lang lang mest, eru ekki að standa sig og sýna litla ábyrgð í loftlagsmálum.

VIð ætlum að ræða við Sigurpál Ingibergsson gæðastjóra sem hefur skoðað sjálfbærniskýrslur og farið yfir alla losun, allan hagnað og kolefnisbindingu yfir 90 fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Niðurstaðan er svört (ekki græn).

Margir hafa hamstrað undanfarið vegna verkfalls Eflingar, sem nú hefur verið frestað. Fólk hefur hamstrað elsdneyti eins og við ræddum aðeins í gær hér í Samfélaginu en líka mat og jafnvel lyf. En hvaðan kemur þetta orð ?hamstra?? og er það kannski eitthvað tengt vinalega nagdýrinu sem við þekkjum svo vel? Við hittum Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunaut áðan við kaffivélina og spurðum hana út í hamstur og fleira.

Svo er Dýraspjallið: Það er Sigríður Rut Frandóttir líffræðingur, sérfræðingur í flugum, sérstaklega ávaxtaflugum, sem segir okkur allt um þessi mögnuðu viðfangsefni sín.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,