Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Jón Ármann Gíslason flytur.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á hlaðvarpi RÚV <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Í þættinum i dag segir Páll Biering, dósent í geðhjúkrun við Háskóla Íslands, frá námsárum sínum í Austin, Texas.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verða flutt tvö tónverk sem tengjast kennurum, annars vegar Sinfónía nr. 55 í Es-dúr eftir Joseph Haydn, verk sem kallað er Skólakennarasinfónían, hins vegar gamansama kantatan „Der Schulmeister" (Skólakennarinn) sem áður var eignuð Georg Philipp Telemann, en er nú talin vera eftir Christoph Ludwig Fehre sem fæddist 1718 og dó 1772. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Ódysseifur, Eyðilandið og þriðji áratugurinn í bókmenntum.
Á þessu ári er öld liðin síðan tvö af helstu verkum módernismans komu út, Ulysses eða Ódysseifur eftir írska rithöfundinn James Joyce og Wasteland eða Eyðilandið eftir bandarísk-breska skáldið T.S. Eliot. Í þessari fimm þátta röð er ætlunin að varpa ljósi á þessi verk, áhrif þeirra en ekki síður tímann sem þau eru sprottin úr, menningarlegt og fagurfræðilegt umhverfi þeirra og sömuleiðis samfélagslegar og sögulegar aðstæður skömmu eftir lok fyrri heimsstyrjaldar á þriðja áratugnum.
Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.
Ódysseifur eftir James Joyce er til umfjöllunar í þessum þriðja þætti. Bókin kom út á fertugs afmæli höfundarins 2. febrúar 1922 í París. Útgefandinn var Sylvia Beach sem rak þekkta bókabúð í borginni, Shakespeare&Company. Verkið hafði áður birst að hluta í nokkrum heftum bandaríska bókmenntatímaritsins the Little Revies frá 1918 til 1920 eða þar til dómstóla bönnuðu frekari dreifingu á þessari sögu vegna lýsinga á ósiðlegum athöfnum persóna verksins. Útgáfusaga verksins var skrautleg langt fram eftir öldinni en hún er langt frá því eina ástæðan fyrir því að Ódysseifur er oft sögð áhrifamesta skáldsaga 20. aldar. Viðmælendur í þættinum eru Arnór Ingi HJartarson og Pétur Gunnarsson.
Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.
Veðurstofa Íslands.
Orðanna origami á Rás 1. Hugað að öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.
Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni rætt við Magneu J. Matthíasdóttur um nýja ljóðabók hennar, Þar sem malbikið endar. Magnea les í þættinum ávarpsljóð bókarinnar og ljóðin Sjálfsmynd, Skúrar og Vorboðinn loðni.. Í síðara hluta þáttarins er svo rætt við Brynjólf Þorsteinsson um skáldsögu hans Snuð sem kom út á síðasta ári.
Guðsþjónusta.
Samkirkjuleg útvarpsmessa í tilefni alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku.
Prestur: Helgi Guðnason.
Ólafur Haukstein Knútsson predikar.
Lesarar: Eric Guðmundsson, Pétur Þorsteinsson, Hólmfríður Ólafsdóttir, Helgi Guðnason, Dóra Magnúsdóttir og Björg Pálsdóttir.
Söngstjóri: Rafn Hlíðkvist.
Kór Fíladelfíu.
Einsöngur: Eva Dögg Sveinsdóttir
Hljóðfæraleikarar: Rafn Hlíðkvist, píanó; Pétur Erlendsson, gítar; Einar Sigurmundsson, gítar; Ágúst Böðvarsson, bassi; Pétur Erlendsson, trommur;
Jóhann Eyvindsson, slagverk og Björg Pálsdóttir, blokkflauta.
Í messunni taka þátt
fulltrúar þjóðkirkjunnar, Aðventkirkjunnar, Kefas, Betaníu, Óháða safnaðarins, Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu og
Íslensku Kristskirkjunnar. Upptaka og hljóðblöndun: Hrannar Kristjánsson.
Fyrir predikun:
Þú ert Guð (el Dios que adoramour. Lag: Jonathan Jerz og Sarah Jerez. Íslenskur texti: Helgi Guðnason.
Saman stöndum við eftir Guðrúnu J. Tómasdóttur.
Hljóður (Still). Lag: Reuben Morgan. Íslenskur texti: Árný Björg Blandon.
Ebeneser (Come Thou Fount of Every Blessin). Lag: Robert Robinson. Íslenskur texti: Sigurmundur Einarsson. Einsöngur: Eva Dögg Sveinsdóttir.
Eftir predikun:
Segjum Jesús (I speak Jesus). Lag: Jesse Reeves, Dustin Smith, Raina Patt, Kristen Dutton, Carlene Prince og Abigail Benton. Íslenskur texti: Árný Björg Blandon.
Drottinn blessi þig. Lag: Tone Ødegård. Texti úr Biblíunni.
Hádegisútvarp í umsjón þular.
Íslenskt lag eða tónverk.
Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.
Umsjón: Dagur Gunnarsson
Í þættinum rifjum við upp sprenginguna við Miðkvíslarstíflu, heimsækjum veitingastaðinn Teni á Blönduósi og heyrum ástarsögu að austan. Þátturinn var áður á dagskrá 9. júlí 2021.
Efni í þáttinn unnu Úlla Árdal, Gígja Hólmgeirsdóttir og Rúnar Snær Reynisson.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.
Kórinn Himnasmiður flytur trúarleg kórverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson í hljóðritun frá tónleikum í Laugarneskirkju 24. maí sl, en tónleikarnir voru liður í heildarflutningi kórsins á trúarlegum a capella kórlögum tónskáldsins.
Stjórnandi og kynnir: Bragi Þór Valsson.
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Fréttir
Útvarpsfréttir.
Sagt er frá einstaka fólki sem jarðsett er Hólavallagarði, gamla kirkugarðinum við Suðurgötu. Í hverjum þætti er staldrað við tvö leiði og rakin ævi þeirra sem þar hvíla.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Í þessum þætti er staldrað við leiði Valgerðar Jónsdóttur (1771-1856) biskupsfrú og sonarsonar hennar, þjóðskáldsins Steingríms Thorsteinssonar (1831-1913).
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Fjórir útvarpsþættir um sagnalist á Norðurlöndum í umsjón Þrastar Haraldssonar.
Börnin og krafa þeirra um sögur er einn helsti hvati þess að mannkynið hóf að segja sögur, hélt því áfram og spinnur eflaust söguþráðinn áfram allt á enda veraldar. Sagnalistin er elsta listgrein mannkyns og lifir enn góðu lífi þrátt fyrir háan aldur, tækniframfarir og afþreyingariðnað.
Ingi Hans Jónsson sagnamaður í Grundarfirði rekur söguna allt aftur í samfélög veiðimanna þar sem karlarnir komu heim af veiðum á kvöldin, settust við eldinn og sögðu sögur af viðburðum dagsins. Þarna fór fram fræðsla, upplýsing og skemmtun. Svo fóru menn að slá í hitt og þetta og syngja með, hljóðfærin urðu til og upp úr því var farið að skipa í hlutverk í leikritinu. Og svo var farið að dansa. Þannig er það sagnaþörfin sem er í raun undirrót allra lista.
Í þáttunum er rætt við íslenska og erlenda sagnaþuli og sögukonur, kennara og leikara, fræðimenn og uppistandara. Útkoman úr þessu birtist í fjórum útvarpsþáttum.
Í þriðja þætti er spurt hvort hægt sé að kenna sagnalist og rætt um höfundarrétt og eignarhald á sögum.
Viðmælendur: Heidi Dahlsveen háskólakennari í sagnalist í Osló og Mariane Josefsen sögukona í Kaupmannahöfn.
Umsjón: Þröstur Haraldsson.
Þættir á vegum háskólanema.
Leiðbeinandi: Ásdís Emilsdóttir Petersen.
Transleiki og kynseginleiki eru hugtök sem í hugum margra virka ný og framandleg. Í þættinum verður fornafnið hán skoðað ásamt hugmyndum um kyn og mikilvægi fjölbreytileika. Viðmælendur eru Valgerður Valur Hirst Baldurs nemandi og Ólöf Bjarki Antons stjórnarmeðlimur Trans Ísland.
Þáttagerð: Jón Ingvi Ingimundarson nemandi í stjórnmálafræði.
Leiðbeinandi: Dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen.
Frásöguþættir.
Umsjón: Ragnheiður Viggósdóttir.
Úr blöðum Þórhildar Sveinsdóttur skáldkonu. Lesið er úr óprentuðu handriti hennar.
Lestur: Þórunn Hafstein.
Umsjón: Ragnheiður Viggósdóttir.
Frá 16. febrúar 1982.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Umsjónarmaður les frásagnir sem Jens Hermannsson kennari safnaði saman og gaf út á síðustu öld. Þetta er frásagnir breiðfirskra sjómanna.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Þá erum við komin aftur almennilega af stað með Þú veist betur og í þetta skiptið ætlum við að ræða aðeins um starf sem öll þau sem eiga eða hafa átt gæludýr kannast vel við. Þau annast þessa einstaklinga sem okkur þykir svo vænt um en mér hefur oft liðið eins og þetta sé tiltölulega vanþakklát starf eða hugsanlega bara misskilið. Ég ákvað því að athuga málið enn frekar og fékk til mín Hönnu Arnórsdóttur dýralækni til að ræða við mig um þetta stórmerkilega starf.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Umsjón: Ýmsir.
Hulda Geirsdóttir ræddi við Eyjamanninn Magnús Bragason íþróttafrömuð og fyrrum hótelhaldara. Þau rifjuðu upp gosið á Heimaey fyrir 50 árum, en fjölskylda Magnúsar var meðal þeirra fyrstu til að snúa heim, áður en gosi lauk. Magnús fór einnig ásamt hópi barna til Noregs í boði Rauða krossins og dvaldi þar í tvær vikur, aðeins sjö ára gamall. Þá ræddu þau íþróttastarfið, heimsókn Pelé til Eyja, ferðaþjónustuna og áskoranir þess að takast á við lífið með erfiðan sjúkdóm.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Rúnar Róberts í huggulegum helgargír.
Þátturinn var tæpa klukkustund lengri þennan sunnudaginn vegna lýsingar á leik Íslands á HM í handbolta gegn Brasilíu sem hófst klukkan fimm. Rokkland féll niður.
Topplagið í Bretlandi á þessum degi 1986 er The sun always shines on TV með A-ha, viðburðir vikunnar framundan skoðaðir sem og hvað er um að vera í sportinu og fylgst með veðri og færð. Eitís plata vikunnar er Sweet dreams (are made of this) með Eurythmics sem kom út 4. janúar 1983 og þá átti Peter Gabriel Nýjan ellismell vikunnar í laginu Panopticom.
Lagalistinn:
Vinir vors og blóma - Gott í kroppinn
Yazoo - Only you
Adele - I drink wine
A-ha - The sun always shine on tv (Topplagið í Bretlandi 1986)
Howard Jones - Life in one day
Miley Cyrus - Flowers
Á móti sól - Höldum áfram
Boy George og Pet shop boys - The Crying game
Kirsty MacColl - Days
Billy Ocean - When the going gets tough, the tough get going
Fine young cannibals - She drives me crazy
15:00
Síðan skein sól - Vertu þú sjálfur
Climie Fisher - Love changes (everything)
Robert Palmer - Addicted to love
Eurythmics - Love is a stranger (af Eitís plötu vikunnar)
Eurythmics - Sweet dreams (are made of this) (af Eitís plötu vikunnar)
Una Torfa - Í löngu máli
Phil Collins - In the air tonight
Pat Benatar - Fire and ice
Suzanne Vega ásamt DNA - Tom's diner
Peter Garbiel - Panopticom (Bright side mix) (Nýr ellismellur vikunnar)
Roxy Music - Dance away
Fleetwood Mac - Everywhere
16:00
Stuðmenn - Mikki
Jimmy Nail - Ain't no doubt
Kim Wilde - Keep me hanging on
Sycarmore tree - How does it feel?
Prince - When doves cry
Donna Summer - On the radio
Handboltaupphitun:
Nirvana - Smells like teen spirit
Dario G - Carnival de Paris
Dj Ötzi - Sweet Caroline
Handboltalandsliðið '86 - Gerum okkar besta
Óðinn Valdimarsson - Ég er kominn heim
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 14. - 21. janúar 2023.