Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Alþjóðamálin voru rædd áfram á Morgunvaktinni í dag, einkum samskipti og samkeppni stórvelda - Bandaríkjanna og Kína. Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum og Bogi Ágústsson fréttamaður voru gestir þáttarins.
Jón Sigurður Eyjólfsson, kennari og rithöfundur, er búsettur í Andalúsíu á Spáni. Hann fór yfir helstu mál ársins þar í landi og sagði frá áramótahefð Spánverja - að borða 12 vínber rétt fyrir miðnætti.
Halldóra Gunnarsdóttir hjá ferðaþjónustusamtökunum Norðurhjara er búsett á Kópaskeri. Hún fór yfir ferðasumarið á Norðausturlandi og horfur á komandi ári. Færðin er þokkaleg á Melrakkasléttunni og hið sama á við um veðrið þrátt fyrir óvissu um hvort það viðri fyrir áramótabrennu annað kvöld.
Tónlist:
Ray of sun - Anna Gréta Sigurðardóttir,
Auld Lang Syne - Mairi Campbell og David Francis,
Er of seint að fá sér kaffi núna? - Prins póló,
Un jour ici un jour ailleurs - Linda de Suza.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um ævi og störf Louis Le Prince, fransks uppfinningamanns sem starfaði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Le Prince var brautryðjandi á sviði kvikmyndaupptökutækni, en hvarf á dularfullan hátt áður en hann gat kynnt heimsbyggðinni afrakstur vinnu sinnar.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Í dag rifjuðum við upp þátt sem var fyrst á dagskrá rétt eftir áramótin 2022, en Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir stjórnaði þættinum ásamt Gunnari og þann dag var Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og verkfræðingur föstudagsgestur Mannlega þáttarins. Hana þarf nú vart að kynna, enda hefur hún verið einn allra vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar í um tvo áratugi. Bækur eftir hana hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál og hafa komið út í yfir 100 löndum. Yrsa hefur þrisvar sinnum hreppt Blóðdropann, verðlaun Hins íslenska glæpafélags, nú síðast fyrir bókina Bráðin sem kom út 2020. Nýjasta bók hennar, er Gættu þinna handa, en þegar viðtalið fór fram þá var hún nýbúin að gefa út bókina Lok, lok og læs. Bækur eftir Yrsu hafa gjarnan verið í mörgum jólapökkum þessi jólin. Við fengum Yrsu til að segja okkur frá því hvar hún er fædd og uppalin, frá ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og því hvenær hún byrjaði að skrifa.
Í matarspjalli dagsins fengum við svo föstudagsgestinn, Yrsu Sigurðardóttur, til að sitja áfram með okkur og Sigurlaugu Margréti. Þá fengum við að vita hvað er hennar uppáhaldsmatur, hvort hún sé mikill kokkur og þá hvaða rétti henni þykir skemmtilegast að elda. Auk þess forvitnuðumst við um mat í skáldsögunum hennar og meira að segja um notkun á gulls í mat. Þátturinn byrjar lagi sem Yrsa valdi, þetta er hljómsveitin Unun með lagið Lög unga fólksins.
Tónlist í þætti dagsins:
Lög unga fólksins / Unun (Þór Eldon og Gunnar Lárus Hjálmarsson)
The Only Living Boy in New York / Simon & Garfunkel (Paul Simon)
Flottur jakki / Ragnar Bjarnason (Thomas og Kristján Hreinsson)
UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Guðrún Hannesdóttir rithöfundur og þýðandi.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Þetta er síðasti þáttur ársins af Þetta helst og því viðeigandi að kveðja 2022 á þann hátt sem við þekkjum best: Með flugeldum. Við flytjum inn og skjótum upp gífurlega miklu magni af flugeldum um hver áramót, þó að gagnrýnisraddirnar sem mæla á móti því verði sífellt háværari. Í þætti dagsins skautum við breitt yfir sviðið, fræðumst um flugelda og þeirra helstu kosti, sem eru margir, og göllum, sem eru líka nokkrir. Við lítum líka aðeins um öxl, eins og hefð er fyrir um áramótin, og sömuleiðis til útlanda. Flugeldarnir eru ein helsta tekjulind björgunarsveitanna okkar - í fyrra seldu þau fyrir um 800 milljónir. Það er búið að skrifa skýrslur og greinar, stofna starfshópa og nefndir, til að reyna að finna einhverja lausn á þessu flugeldaæði Íslendinga, en svo rennur upp dagurinn í dag, og morgundagurinn, og þá er eins og allar efasemdir og gagnrýnisraddir springi í loft upp í himinhvolfinu í öllum regnbogans litum með tilheyrandi hvellum, dásamlegri flugeldalykt, skíthræddum dýrum og svifryksmengun. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þætti dagsins.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Í þættinum verður rætt við Ólaf S. Andrésson prófessor emiritus um rannsóknarstörf hans í gegnum áratugina, sem spanna allt frá veirufræði til náttúruverndar.
Útvarpsfréttir.
Svipmynd af myndlistarmanninum Guðjóni Ketilssyni.
Myndlistarmaðurinn Guðjón Ketlisson, sem fæddur er árið 1956, á að baki langan feril í listinni. Guðjón vinnur oft skúlptúra í list sinni en teikningin er alltaf nálæg, áhersla á handverk og rík tilfinning fyrir efninu og næm snerting listamannsins vekja athygli. Efniviðurinn er oftar en ekki fundinn en Guðjón kemur auga á möguleika hversdagsins og vinnur úr honum myndlist sem setur skynjun okkar og reynslu í nýtt samhengi. Guðni Tómasson fer í heimsókn til Guðjóns á vinnustofu hans í miðborginni og gengur með honum um Norðurmýrina til að ræða hvernig sköpunarferilð er og hvað veitir Guðjóni innblástur í listinni.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Svipmynd af myndlistarmanninum Guðjóni Ketilssyni.
Myndlistarmaðurinn Guðjón Ketlisson, sem fæddur er árið 1956, á að baki langan feril í listinni. Guðjón vinnur oft skúlptúra í list sinni en teikningin er alltaf nálæg, áhersla á handverk og rík tilfinning fyrir efninu vekur athygli, næm snerting listamannsins. Efniviðurinn er oftar en ekki fundinn en Guðjón kemur auga á möguleika hversdagsins og vinnur úr honum myndlist sem setur skynjun okkar og reynslu í nýtt samhengi. Guðni Tómasson fer í heimsókn til Guðjóns á vinnustofu hans í miðborginni og gengur með honum um Norðurmýrina til að ræða hvernig sköpunarferilð er og hvað veitir Guðjóni innblástur í listinni.
Tónlistin í þættinum kemur af plötunni Fantômas með hljómsveitinni Amiinu.
Útvarpsfréttir.
Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.
Umsjón: Dagur Gunnarsson
Minningar af aðventu og stríðsárum: Í þessum þætti ætlum við að ferðast aftur í tímann og til Þýskalands stríðsáranna. Við förum í fylgd með Helgu Ruth Alfreðsdóttur en hún býr á Egilsstöðum þar sem hún starfaði lengi sem íþróttakennari. Rúnar Snær Reynisson hitti Helgu þar sem hún var við sína uppáhaldsiðju; að baka hið þýska Stollen-brauð fyrir jólin. Þátturinn var frumfluttur í Sögum af landi 13. desember 2019.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Útvarpsfréttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Plata vikunnar er Let it Be með Beatles.
Framleiðsla og samsetning: Jónatan Garðarsson.
Umsjón: Bogi Ágústsson.
Útvarpsfréttir.
Á þessum myrkasta tíma ársins er vert að leiða hugann að ljósinu og manninum sem færði okkur það undur sem ljósaperan er. Í þættinum rekur Snorri Rafn Hallsson sögu Thomasar Edisons og þessarar merkilegu uppfinningar.
Viðmælandi: Baldur Arnarson.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson.
Hamfarahlýnun jarðarinnar skrifast að miklu leyti á umframmagn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Það er ekki nóg að draga úr losun, við þurfum að hreinsa upp eftir okkur. Í þættinum skoða Tómas og Snorri jarðmótun, sem eru markvissar, stórtækar og ekki síst stórhuga aðgerðir til að hafa áhrif á loftslag jarðarinnar og kynnast náttúrulegum og tæknilegum aðferðum við föngun og förgun kolefnis.
Rætt er við Sigurð Reyni Gíslason, jarðfræðing og Söndru Ósk Snæbjörnsdóttur, yfirmann koldíoxíðsförgunar hjá CarbFix.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Almannavarnir ætla að vera með mikinn viðbúnað og lýsa yfir óvissustigi í fyrramálið vegna veðurs. Búist er við talsverðri ofankomu og hvassviðri í nótt og með morgninum. Gul og appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt á Suður- og Vesturlandi .
99 prósent allra greiðslukortafærslna Íslendinga fara í gegnum alþjóðleg kortafyrirtæki. Seðlabankinn ætlar að þróa nýja innlenda lausn ef greiðslukerfið hrynur.
Mikill erill hefur verið á sölustöðum flugelda það sem af er degi. Slæmt veður gæti sett strik í reikning sprengjuglaðra Íslendinga.
Stríðið í Úkraínu er að þróast út í að verða stríð þolinmæðinnar. Ekki eru miklar líkur á að friðarumleitanir skili árangri á nýju ári. Þetta segir prófessor í heimspeki og sérfræðingur í málefnum Rússlands.
Haraldur Þorleifsson, forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, er manneskja ársins samkvæmt hlustendum Rásar 2
-------
Nú líður senn að áramótum. Stríðið í Úkraínu hefur staðið yfir stóran hluta þessa árs, allt frá því að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Í gær voru gerðar harðar árásir víða um landið, frá borginni Lviv í vestri, Kharkiv í austri og Odesa í suðurhlutanum. Að sögn stjórnvalda beindust árásirnar fyrst og fremst að almennum borgurum og viðkvæmum innviðum. Víða var tilkynnt um rafmagnsleysi. Bjarni Rúnarsson ræddi við Jón Ólafsson prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands um stöðu stríðsins.
Pelé, einhver besti fótboltamaður sögunnar féll frá í gær, 82 ára að aldri. Þriggja daga þjóðarsorg er í Brasilíu vegna fráfalls hans. Pélé var einhver þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann er af mörgum talinn besti leikmaðurinn sem hefur leikið hina fögru íþrótt, og almennt íþróttir. Alþjóða Ólympíunefndin útnefndi hann besta íþróttamann 20. aldarinnar um aldamótin og deildi hann verðlaunum Besta fótboltamanns 20. aldarinnar hjá FIFA með Diego Maradona.
Pélé ólst upp í sárri fátækt í borginni Bauru í Sao Paulo-ríki Brasilíu en vann sig upp afrekastigann og afrekaði það sem enginn hefur leikið eftir, að vinna þrjá heimsmeistaratitla í knattspyrnu með landsliði Brasilíu. Þá er hann markahæsti leikmaður í sögu Brasilíu, 77 mörk í 92 landsleikjum. Þá skoraði hann hvorki fleiri né færri en 643 mörk í 659 leikjum fyrir Santos, félagslið hans í Brasilíu. Bjarni Rúnarsson ræddi við Stefán Pálsson sagnfræðing um arfleið Péle.
Í nóvember voru sjötíu ár frá því að fyrsti listinn yfir vinsælustu dægurlög vikunnar var birtur í Bretlandi. Tónlistartímaritið New Musical Express hélt utan um hann til að byrja með. Blaðamenn þess hringdu í nokkrar hljómplötuverslanir og spur
Brot úr Morgunvaktinni.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru nokkur lög sem sungin eru á íslensku og eiga það sameiginlegt að textarnir eru sérkennilegir á einn eða annan hátt. Meðal laga sem hljóma í þættinum eru ðe lónlí blú bojs lögin Kurrjóðaglyðra, Diggí liggí ló og Það blanda allir landa upp til stranda, Stuðmannalögin Honey will you marry me, Whoops scoobie doobie, Gjugg í borg og Draumur okkar beggja, Haukalögin Þrjú tonn af sandi og Fiskurinn hennar Stínu og lagið Einshljóðfærissinfóníuhljómsveitin með Vilhjálmi Vilhjálmssyni.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Lofthelgin býður hlustendum að fljóta frjálslega í tíma og rúmi á lignu hafi hughrifatónlistar. Frá endurómi fortíðar til nýjustu strauma 21. aldarinnar leitum við heimshornanna á milli að réttri stemningu og andrúmslofti til að leiða hlustandann á ný mið andans. Út fyrir endimörk algleymis.
Umsjón er í höndum Friðriks Margrétar-Guðmundsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Í þættinum verður rætt við Ólaf S. Andrésson prófessor emiritus um rannsóknarstörf hans í gegnum áratugina, sem spanna allt frá veirufræði til náttúruverndar.
Í túninu heima kom úit árið 1975 og er fyrsta minningarskáldsaga Halldórs Laxness en þær urðu alls fjórar á hans ferli. Bókin fjallar um fyrstu tólf árin í lífi Halldórs.
Höfundur les. Hljóðritað árið 1986.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.
eftir Halldór Laxness.
Höfundur les.
(Hljóðritað 1986)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Í dag rifjuðum við upp þátt sem var fyrst á dagskrá rétt eftir áramótin 2022, en Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir stjórnaði þættinum ásamt Gunnari og þann dag var Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og verkfræðingur föstudagsgestur Mannlega þáttarins. Hana þarf nú vart að kynna, enda hefur hún verið einn allra vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar í um tvo áratugi. Bækur eftir hana hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál og hafa komið út í yfir 100 löndum. Yrsa hefur þrisvar sinnum hreppt Blóðdropann, verðlaun Hins íslenska glæpafélags, nú síðast fyrir bókina Bráðin sem kom út 2020. Nýjasta bók hennar, er Gættu þinna handa, en þegar viðtalið fór fram þá var hún nýbúin að gefa út bókina Lok, lok og læs. Bækur eftir Yrsu hafa gjarnan verið í mörgum jólapökkum þessi jólin. Við fengum Yrsu til að segja okkur frá því hvar hún er fædd og uppalin, frá ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og því hvenær hún byrjaði að skrifa.
Í matarspjalli dagsins fengum við svo föstudagsgestinn, Yrsu Sigurðardóttur, til að sitja áfram með okkur og Sigurlaugu Margréti. Þá fengum við að vita hvað er hennar uppáhaldsmatur, hvort hún sé mikill kokkur og þá hvaða rétti henni þykir skemmtilegast að elda. Auk þess forvitnuðumst við um mat í skáldsögunum hennar og meira að segja um notkun á gulls í mat. Þátturinn byrjar lagi sem Yrsa valdi, þetta er hljómsveitin Unun með lagið Lög unga fólksins.
Tónlist í þætti dagsins:
Lög unga fólksins / Unun (Þór Eldon og Gunnar Lárus Hjálmarsson)
The Only Living Boy in New York / Simon & Garfunkel (Paul Simon)
Flottur jakki / Ragnar Bjarnason (Thomas og Kristján Hreinsson)
UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Á þessum myrkasta tíma ársins er vert að leiða hugann að ljósinu og manninum sem færði okkur það undur sem ljósaperan er. Í þættinum rekur Snorri Rafn Hallsson sögu Thomasar Edisons og þessarar merkilegu uppfinningar.
Viðmælandi: Baldur Arnarson.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson.
Hamfarahlýnun jarðarinnar skrifast að miklu leyti á umframmagn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Það er ekki nóg að draga úr losun, við þurfum að hreinsa upp eftir okkur. Í þættinum skoða Tómas og Snorri jarðmótun, sem eru markvissar, stórtækar og ekki síst stórhuga aðgerðir til að hafa áhrif á loftslag jarðarinnar og kynnast náttúrulegum og tæknilegum aðferðum við föngun og förgun kolefnis.
Rætt er við Sigurð Reyni Gíslason, jarðfræðing og Söndru Ósk Snæbjörnsdóttur, yfirmann koldíoxíðsförgunar hjá CarbFix.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við hófum leika á að hringja austur í Björn Ingimarsson sveitarstjóra Múlaþings en fyrir austan hefur veðrið leikið íbúa grátt og gular viðvaranir verið að detta úr gildi í morgunsárið. Það stefnir vonandi allt í að hægt verði að halda áramótabrennur í héraðinu en það er meðal annars undir Birni komið.
Efnahagsmálin hafa verið fyrirferðamikil á árinu sem er að líða. Árið hefur einkennst af stýrivaxtahækkunum, hækkandi húsnæðisverði, verðbólgu og lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Við gerðum upp árið í efnahagsfréttum með Gústaf Steingrímssyni, hagfræðing hjá Landsbankanum, og veltum fyrir okkur hvernig þróunin verður á næsta ári.
Við heyrðum í Ómari Inga Magnússyni nýkjörnum íþróttamanni ársins annað árið í röð í þættinum. Ómar hefur spilað stórvel með félagsliði sínu, Þýskalandsmeistara Magdeburg, en er núna að reima á sig skóna fyrir HM í handbolta.
Við gerðum upp árið með Guðmundi Hauk Guðmundssyni sem í nokkur ár hefur haldið úti myllumerkinu #ársins og er nú búinn að taka saman hápunkta og lágpunkta ársins sér og öðrum til skemmtunar,
Það er föstudagur og þá dýfum við okkur í Vaðlaugina með Ingunni Láru Kristjánsdóttur, fréttakonu, í lok þáttar. Í Vaðlauginni ræðum við helstu fréttir af ríka og fræga fólkinu og í þetta skiptið ætlum við að beina sjónum okkar að forréttinda- og bransabörnum, svokölluðum nepo babies. Mikil umræða hefur verið um þau bæði í Bandaríkjunum og hér heima, ekki síst eftir deilur rithöfundanna Auðar Jónsdóttur og Berglindar Óskar um þessi mál.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 30. desember 2022
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Kári - Someting better
The weeknd - Starboy Ft. Daft punk
KK - Kærleikur og tími
Tilbury - Feel this
Sigrún Stella - Cicrles
Riton - Friday
Happy Mondays
Cure - Fridau I?m in love
GDRN - Hvað er ástin
Ársíðir - Bringin back the feel
Andy Svarthol - Hvítir mávar
Elín hall - Vinir
10:00
Tara Mobee - For now
Emilíana Torrini - To be free
Lizzo - About damn time
Goo goo Dolls - Iris
Junior Senior - Move your feet
Daníel Oliver - First, pop
Unnsteinn - Er þetta ást
King Gizzard & The Lizard Wizard - Hate dancin?
Eurythmics - Sex Crime
Una Torfa - Fyrrverandi
Specials - Friday night, saturday morning
Síðan skein sól - Vertu þú sjálfur
11:00
Mugison - Haustdansinn
Emmsjé Gauti - Klisja
Vök - Stadium
Friðrik Dór - Bleikur og blár
Benni Hemm Hemm - Á óvart Ft. Urður & Kött Grá Pjé
Laufey - Valentine
Bríet - Dýrð í dauðaþögn
Kvikindi - Ungfrú Ísland
Bubbi & Auður - Tárin falla hægt
Björn Jörundur & Ragga Gröndal - Reiknaðu með mér
Reykjavíkurdætur - Tökum af stað
Klara Elías - Eyjanótt
Jói Pjé & Valdimar - Herbergið
Moses Hightower & Prins Polo - Maðkur í mysunni
Birgir Hansen - Poki
12:00
Jónas Sig - Faðir
Stuðlabandið - Larílei
Tilbury - Skylights
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsson gera upp árið með góðum gestum.
Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir gera upp árið með góðum gestum.
Það verður margt um manninn í þættinum Á síðustu stundu á Rás 2 daginn fyrir Gamlársdag.
Fréttamennirnir Jakob Bjarnar, Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Valgerðardóttir fara yfir þær fréttir sem stóðu upp úr á árinu. Manneskja ársins er krýnd í beinni útsendingu en að þessu sinni er það Haraldur Þorleifsson. Auðunn Blöndal mætir í spjall en árið hjá honum var einstaklega viðburðaríkt. Ragnheiður Elín, Matti Matt og Eva Ruza mæta og segja okkur frá því hvað stóð upp úr á árinu hjá þeim. Edda Sif Pálsdóttir og Hjörvar Hafliðason gjarnan nefndur Dr. Football rýna aðeins í það helsta sem gerðist í íþróttaheiminum. Árið 2022 var einstaklega viðburðaríkt hjá bresku konungsfjölskyldunni og fáir eru betur inn í þeim málum en Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður sem mætir til okkar auk fjölmiðlakonunnar Margrétar Erlu Maack og Andra Freys Hilmarssonar.
Allt þetta við undirleik tónlistarmannsins Karls Olgeirssonar.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Steiney Skúladóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.
Steiney og Jóhann Alfreð sátu og leystu af Síðdegisútvarpið með þætti af Hljóðvegi 1 í dag. Inga Dís Karlsdóttir, hlaupastjóri ÍR var á línunni og ræddi um hið árlega gamlárshlaup ÍR-inga og hvort veður og færð kynni að setja strik í reikninginn.
Og svo var það bitbeinið um áramót. Flugeldarnir. Við heyrðum í Þorsteini Jóhannssyni, sérfræðing í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun um mögulega skaðsemi og mengun flugelda.
Stefnumótabransinn er víst líflegur svona hátíðarnar. Það er ansi þekkt að sumir einsetja sér að ná sér í jólakærasta eða jólakærustu til að mynda. Skyldu stefnumótaforritin skynja einhverja breytta hegðun hjá notendum á þessum tíma árs? Ásgeir Vísir annar stofnanda íslenska stefnumótasnjallforritsins Smitten kíkti í spjall.
Heimsmeistarakeppni matreiðslumeistara, Bocuse D'Or keppnin svokallaða er framundan í Lyon í Frakklandi í janúar. Hann Sigurjón Bragi Geirsson er okkar fulltrúi í lokakeppninni sem fer fram núna í janúar. Hann kemur hérna við og segir okkur aðeins frá undirbúningnum og keppninni en hann hefur einbeitt sér að þessu einu núna síðustu mánuði.
Og hver er þessi Andrew Tate sem allir eru að tala um. Hann fékk það óþvegið frá Grétu Thunberg á Twitter og nú hefur hann verið handtekinn í Rúmeníu, grunaður um aðkomu að mansalshring. Tate er afar umdeild tik-tok stjarna. Við heyrðum í Ingunni Láru Kristjánsdóttur, fréttakonu RÚV sem hefur kafað ofan í málið.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Almannavarnir ætla að vera með mikinn viðbúnað og lýsa yfir óvissustigi í fyrramálið vegna veðurs. Búist er við talsverðri ofankomu og hvassviðri í nótt og með morgninum. Gul og appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt á Suður- og Vesturlandi .
99 prósent allra greiðslukortafærslna Íslendinga fara í gegnum alþjóðleg kortafyrirtæki. Seðlabankinn ætlar að þróa nýja innlenda lausn ef greiðslukerfið hrynur.
Mikill erill hefur verið á sölustöðum flugelda það sem af er degi. Slæmt veður gæti sett strik í reikning sprengjuglaðra Íslendinga.
Stríðið í Úkraínu er að þróast út í að verða stríð þolinmæðinnar. Ekki eru miklar líkur á að friðarumleitanir skili árangri á nýju ári. Þetta segir prófessor í heimspeki og sérfræðingur í málefnum Rússlands.
Haraldur Þorleifsson, forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, er manneskja ársins samkvæmt hlustendum Rásar 2
-------
Nú líður senn að áramótum. Stríðið í Úkraínu hefur staðið yfir stóran hluta þessa árs, allt frá því að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Í gær voru gerðar harðar árásir víða um landið, frá borginni Lviv í vestri, Kharkiv í austri og Odesa í suðurhlutanum. Að sögn stjórnvalda beindust árásirnar fyrst og fremst að almennum borgurum og viðkvæmum innviðum. Víða var tilkynnt um rafmagnsleysi. Bjarni Rúnarsson ræddi við Jón Ólafsson prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands um stöðu stríðsins.
Pelé, einhver besti fótboltamaður sögunnar féll frá í gær, 82 ára að aldri. Þriggja daga þjóðarsorg er í Brasilíu vegna fráfalls hans. Pélé var einhver þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann er af mörgum talinn besti leikmaðurinn sem hefur leikið hina fögru íþrótt, og almennt íþróttir. Alþjóða Ólympíunefndin útnefndi hann besta íþróttamann 20. aldarinnar um aldamótin og deildi hann verðlaunum Besta fótboltamanns 20. aldarinnar hjá FIFA með Diego Maradona.
Pélé ólst upp í sárri fátækt í borginni Bauru í Sao Paulo-ríki Brasilíu en vann sig upp afrekastigann og afrekaði það sem enginn hefur leikið eftir, að vinna þrjá heimsmeistaratitla í knattspyrnu með landsliði Brasilíu. Þá er hann markahæsti leikmaður í sögu Brasilíu, 77 mörk í 92 landsleikjum. Þá skoraði hann hvorki fleiri né færri en 643 mörk í 659 leikjum fyrir Santos, félagslið hans í Brasilíu. Bjarni Rúnarsson ræddi við Stefán Pálsson sagnfræðing um arfleið Péle.
Í nóvember voru sjötíu ár frá því að fyrsti listinn yfir vinsælustu dægurlög vikunnar var birtur í Bretlandi. Tónlistartímaritið New Musical Express hélt utan um hann til að byrja með. Blaðamenn þess hringdu í nokkrar hljómplötuverslanir og spur
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.