12:42
Þetta helst
Flugeldar: Geyma eða gleyma?
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þetta er síðasti þáttur ársins af Þetta helst og því viðeigandi að kveðja 2022 á þann hátt sem við þekkjum best: Með flugeldum. Við flytjum inn og skjótum upp gífurlega miklu magni af flugeldum um hver áramót, þó að gagnrýnisraddirnar sem mæla á móti því verði sífellt háværari. Í þætti dagsins skautum við breitt yfir sviðið, fræðumst um flugelda og þeirra helstu kosti, sem eru margir, og göllum, sem eru líka nokkrir. Við lítum líka aðeins um öxl, eins og hefð er fyrir um áramótin, og sömuleiðis til útlanda. Flugeldarnir eru ein helsta tekjulind björgunarsveitanna okkar - í fyrra seldu þau fyrir um 800 milljónir. Það er búið að skrifa skýrslur og greinar, stofna starfshópa og nefndir, til að reyna að finna einhverja lausn á þessu flugeldaæði Íslendinga, en svo rennur upp dagurinn í dag, og morgundagurinn, og þá er eins og allar efasemdir og gagnrýnisraddir springi í loft upp í himinhvolfinu í öllum regnbogans litum með tilheyrandi hvellum, dásamlegri flugeldalykt, skíthræddum dýrum og svifryksmengun. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þætti dagsins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 17 mín.
,