18:00
Kvöldfréttir útvarps.
Kvöldfréttir 26. desember 2022
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps

Útvarpsfréttir.

Almannavarnir funduðu í dag um stöðuna á suður- og suðausturlandi þar sem mikið álag er á björgunarsveitum og aftur búist við vondu veðri í nótt og á morgun. Færð er erfið og ferðamenn hafa skapað hættu með því að leggja á þjóðveginum og freista þess að ganga í Reynisfjöru.

Vonir standa til að allir íbúar Akraness verði komnir með rafmagn á næsta klukkutímanum. Bilun kom upp á tveimur stöðum sem orsakaði langvinnt rafmagnsleysi í hluta bæjarins.

Ekkert lát er á mótmælum sem staðið hafa yfir í hundrað daga í Íran. 500 hafa verið drepin í aðgerðum öryggissveita gegn mótmælendum.

Jafnlaunavottun hefur ekki haft bein áhrif á launamun kynjanna, samkvæmt nýrri rannsókn, en skýrari ramma þarf til að vinna eftir.

Fimbulkuldi og sjávarhiti undir frostmarki stöðvaði ekki hóp kvenna sem skellti sér í sjósund í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,