Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir flytur.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þættirnir fjalla um ást Evu Halldóru Guðmundsdóttur og Viktoríu Blöndal á rithöfundinum Guðrúnu frá Lundi, skáldsagnapersónum hennar, lífi þeirra og veröld. Í þremur þáttum ætla þær að skoða bækur hennar og spjalla leikandi létt yfir rjúkandi heitum kaffibollum út um allt land. Umfram allt vilja þær að hlustendur komi sér vel fyrir, fái sér kaffilús og njóti þess að stíga inn í heim Guðrúnar frá Lundi.
Umsjón: Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Viktoría Blöndal.
Þættirnir fjalla um ást Evu Halldóru Guðmundsdóttur og Viktoríu Blöndal á rithöfundinum Guðrúnu frá Lundi, skáldsagnapersónum hennar, lífi þeirra og veröld. Í þremur þáttum ætla þær að skoða bækur hennar og spjalla leikandi létt yfir rjúkandi heitum kaffibollum út um allt land. Umfram allt langar þeim að bjóða hlustendum að koma sér vel fyrir, fá sér kaffilús og njóta þess að stíga inn í heim Guðrúnar frá Lundi.
Viðmælendur á þáttunum eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Karl Jónas Gíslason, Bjarni Harðarson, Erla Hulda Halldórsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Jón Ormar Ormsson, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Halldóra Kristinsdóttir og Ingólfur Sveinsson.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Í þessari fjögurra þátta röð, úr smiðju feðginanna Snærósar Sindradóttur og Sindra Freyssonar, er ævintýralegur og hreint ótrúlegur ferill Jósafats rakinn frá upphafsárum hans í svindli á vellinum í Keflavík og þar til fjársvikin fóru að hlaupa á milljörðum á alþjóðasviðinu í Bretlandi og Írlandi - en þá hafði Jósafat fyrir löngu sagt skilið við nafnið sem honum var gefið í bernsku og farinn að kalla sig Grimson, Joe Grimson.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Við höldum nú áfram að rekja ævintýrilegan ferill Jósafats Arngrímssonar. Hann settist að á Írlandi, breytti nafni sínu í Joseph Grimson, yfirleitt nefndur Joe Grimson, og tók til óspilltra málanna. Með nýtt nafn, nýja fjölskyldu og nýjan leikvöll þar sem enginn í fjármálalífinu þekkti hann, var framtíðin einsog óskrifað blað, já eða óútfylltur víxill. Í þættinum er rakið umfangsmikið sakamál sem snerist um sölu á skreið til Nígeríu frá norskum smábæ og við sögu koma írskir gangsterar, þyrluflug, herragarður, og sýndarfyrirtæki í kvikmyndabransanum.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Aðstoð við samsetningu og frágang: Guðni Tómasson
Lesarar í þessum þætti: Oddur Þórðarson, Silja Beite Løken, Finnbogi Hvammdal Lárusson, Atli Már Steinarsson og Sindri Freysson
Guðsþjónusta.
Séra Matthildur Bjarnadóttir predikar og þjónar fyrir altari.
Organisti: Jóhann Baldvinsson.
Kór Vídalínskirkju syngur.
Einsöngur: Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran.
Leópold Sveinsson les ritningalestra.
Fyrir predikun:
Forspil: Guðs kristni í heimi.
Sálmur 39: Guðs kristni í heimi. Lag: J. F. Wade. Texti: Valdimar V. Snævarr.
Sálmur 42: Það aldin út er sprungið. Lag frá 14. öld, raddsettning: M. Praetorius. Texti: Matthías Jochumsson.
Vitringarnir! Lag: Peter Cornelius og Ph. Nicolai. Texti Peter Cornelius, íslenskur texti: Kristján Valur Ingólfsson.
Eftir predikun
Hvert er það barn? Lag: Thomas Hewett Jones. Texti: William Chatterton Dix, íslenskur texti: Þórunn Halla Guðlaugsdóttir.
Sálmur 35: Heims um ból. Lag: Franz Xaver Grüber. Texti Sveinbjörn Egilsson.
Eftirspil: Fögur er foldin. Þjóðlag frá Schlesíu í útsetningu Anders Öhrwall. Texti: Bernhard S. Ingemann, íslenskur texti: Matthías Jochumsson.
Hádegisútvarp í umsjón þular.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Rúmlega þrjátíu farþegar í rútu frá Hópbílum leituðu skjóls á Hótel Dyrhólaey í gærkvöld eftir að bílstjóri rútunnar hunsaði lokanir og festi rútuna tvisvar í snjó. Opna þurfti Hótelið Midgard á Hvolsvelli til að hýsa hátt í 70 veðurteppta útlendinga.
Enn ein kalda smálægðin hrellir landsmenn í kvöld. Henni fylgir nokkur úrkoma. Snjó hefur kyngt niður á Austurlandi svo vart sér út um glugga á húsum.
Fleiri en fjörtíu eru látin í fordæmalausum frosthörkum og óveðri í Bandaríkjunum og Kanada. Áfram verður kalt í veðri vestanhafs í dag.
Um fjögur hundruð heimili eru enn rafmagnslaus á Akranesi eftir háspennubilun í nótt. Vonast er til að viðgerðum ljúki fyrir kvöldið.
Þrír rússneskir hermenn féllu í drónaárás Úkraínuhers á herflugvöll í Rússlandi í nótt. Þetta er önnur árásin sem er gerð á flugvöllinn í þessum mánuði.
Skógræktarfélag Eyfirðinga segir hugmyndir um nýtt hótel við Skógarböðin í jaðri Vaðlaskógar ómótaðar og samþykkir þær ekki að öllu óbreyttu.
Keisaramörgæsin er það dýr á Suðurskautinu sem er í mestri útrýmingarhættu. Þetta sýnir ný rannsókn.
Keppni hefst á ný í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir sex vikna hlé vegna heimsmeistaramótsins í Katar.
Svipmynd af myndlistarmanninum Guðjóni Ketilssyni.
Myndlistarmaðurinn Guðjón Ketlisson, sem fæddur er árið 1956, á að baki langan feril í listinni. Guðjón vinnur oft skúlptúra í list sinni en teikningin er alltaf nálæg, áhersla á handverk og rík tilfinning fyrir efninu og næm snerting listamannsins vekja athygli. Efniviðurinn er oftar en ekki fundinn en Guðjón kemur auga á möguleika hversdagsins og vinnur úr honum myndlist sem setur skynjun okkar og reynslu í nýtt samhengi. Guðni Tómasson fer í heimsókn til Guðjóns á vinnustofu hans í miðborginni og gengur með honum um Norðurmýrina til að ræða hvernig sköpunarferilð er og hvað veitir Guðjóni innblástur í listinni.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Svipmynd af myndlistarmanninum Guðjóni Ketilssyni.
Myndlistarmaðurinn Guðjón Ketlisson, sem fæddur er árið 1956, á að baki langan feril í listinni. Guðjón vinnur oft skúlptúra í list sinni en teikningin er alltaf nálæg, áhersla á handverk og rík tilfinning fyrir efninu vekur athygli, næm snerting listamannsins. Efniviðurinn er oftar en ekki fundinn en Guðjón kemur auga á möguleika hversdagsins og vinnur úr honum myndlist sem setur skynjun okkar og reynslu í nýtt samhengi. Guðni Tómasson fer í heimsókn til Guðjóns á vinnustofu hans í miðborginni og gengur með honum um Norðurmýrina til að ræða hvernig sköpunarferilð er og hvað veitir Guðjóni innblástur í listinni.
Tónlistin í þættinum kemur af plötunni Fantômas með hljómsveitinni Amiinu.
Á þessu ári eru fjögur hundruð ár liðin frá fæðingu franska leikskáldsins Molière sem gjarnan er talið eitt helsta gamanleikjaskáld veraldar. Í þremur þáttum verður fjallað um feril Moliére, sem var ekki síður þekktur sem leikari á sínum tíma, og nokkur helstu verk. Umsjón: Ásdís Rósa Magnúsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Irma Erlingsdóttir, Toby Erik Wikström og Þröstur Helgason.
Samsetning: Guðni Tómasson.
Á þessu ári eru fjögur hundruð ár liðin frá fæðingu franska leikskáldsins Molière sem gjarnan er talið eitt helsta gamanleikjaskáld veraldar. Í þremur þáttum verður fjallað um feril Moliére, sem var ekki síður þekktur sem leikari á sínum tíma, og nokkur helstu verk. Umsónj: Ásdís Rósa Magnúsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Irma Erlingsdóttir, Toby Erik Wikström og Þröstur Helgason.
Samsetning: Guðni Tómasson.
Í þáttunum hljóma upptökur á leiklestri leikara Þjóðleikhússins úr nokkrum verkum Molière. Í þessum þætti hljóma:
- Leiklestur á þýðingu Sveins Einarssonar á Ímyndunarveikinni sem var leiklesin í heild sinni í Þjóðleikhúsinu 26. október sl. í tilefni af 400 ára afmælis Molières.
Sigurður Sigurjónsson í hlutverki Argans, Ebba Katrín Finnsdóttir í hlutverki þjónustustúlkunnar Toinette og Pálmi Gestsson í hluverki bróður Argans.
- Leiklestur á nýrri þýðingu Sveins Einarssonar á Uppskafningnum. Sigurður Sigurjónsson í hlutverki herra Jourdain, Pálmi Gestsson í hlutverki klæðskerameistarans og með hlutverk lærlinga hans fara þau Ragnheiður Steinsdórsdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson.
Hljóðupptökur á leiklestrunum voru gerðar í desember 2022 í Ríkisútvarpinu.
Í þáttunum Dansfrumkvöðlar er rætt við konur sem hafa með störfum sínum haft mikil áhrif á þróun danslistarinnar á Íslandi og auðgað menningarlíf þjóðarinnar. B
Umsjón: Ólöf Ingólfsdóttir.
Í þáttunum Dansfrumkvöðlar er rætt við konur sem hafa með störfum sínum haft mikil áhrif á þróun danslistarinnar á Íslandi og auðgað menningarlíf þjóðarinnar. Hafdís Árnadóttir hefur um árabil veitt fjölþjóðlegum dansstílum til almennings með starfi sínu í Kramhúsinu.
Umsjón: Ólöf Ingólfsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Enginn módernismi án lesbía fjallar um hin oft gleymdu áhrif sem bandarísku lesbíurnar Gertrude Stein og Sylvia Beach höfðu á mótun módernismans í París snemma á 20. öld.
Umsjón: Tinna Björk Ómarsdóttir.
Sylvia Beach var bóksali sem að starfrækti bókabúðina sögufrægu Shakespeare and Company en bókabúðin var samkomustaður framúrstefnufólksins í París. Hún var fyrsti útgefandi móderníska meistaraverksins Ódysseifur eftir James Joyce sem að kom út árið 1922 og markaði tímamót í bókmenntasögunni.
Umsjón: Tinna Björk Ómarsdóttir.
Í þættinum rifjar Pétur Grétarsson upp aðdragandann að stofnum Stórsveitar Reykjavíkur og hugar líka að uppruna stórsveitartónlistarinnar, sem helst í hendur við uppruna djasstónlistarinnar og hægt er að rekja hundrað ár aftur í tímann.
Rætt er við liðsmenn Stórsveitar Reykjavíkur, stofnendur hennar og stjórnendur fyrr og nú í þættinum.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Almannavarnir funduðu í dag um stöðuna á suður- og suðausturlandi þar sem mikið álag er á björgunarsveitum og aftur búist við vondu veðri í nótt og á morgun. Færð er erfið og ferðamenn hafa skapað hættu með því að leggja á þjóðveginum og freista þess að ganga í Reynisfjöru.
Vonir standa til að allir íbúar Akraness verði komnir með rafmagn á næsta klukkutímanum. Bilun kom upp á tveimur stöðum sem orsakaði langvinnt rafmagnsleysi í hluta bæjarins.
Ekkert lát er á mótmælum sem staðið hafa yfir í hundrað daga í Íran. 500 hafa verið drepin í aðgerðum öryggissveita gegn mótmælendum.
Jafnlaunavottun hefur ekki haft bein áhrif á launamun kynjanna, samkvæmt nýrri rannsókn, en skýrari ramma þarf til að vinna eftir.
Fimbulkuldi og sjávarhiti undir frostmarki stöðvaði ekki hóp kvenna sem skellti sér í sjósund í dag.
Í nóvembermánuði árið 1898 stóð alþýðukonan Jónatanía S. Kristinsdóttir á krossgötum þegar hún missti eiginmann sinn í sjóslysi við Eyjafjörð. Hún var þá ung móðir og ekkja sem þurfti að bíta á jaxlinn og harka af sér til að eiga í sig og á. Jónatanía dó á hjúkrunarheimilinu í Skjaldarvík árið 1957 en þar voru endurminningar hennar skráðar nokkrum árum áður og ná þær allt frá barnæsku hennar fram á fullorðinsár. Endurminningaskjalið fannst nýlega í gömlum fjölskyldugögnum og varð það kveikjan að þætti um ævi og örlög Jónataníu sem og annarra sjómannskvenna og dætra frá fyrri tíð. Viðmælandi þáttarins er Steinunn Erla Friðþjófsdóttir, amma höfundar og barnabarn Jónataníu.
Umsjón: Adda Steina Haraldsdóttir.
Í nóvembermánuði árið 1898 stóð alþýðukonan Jónatanía S. Kristinsdóttir á krossgötum þegar hún missti eiginmann sinn í sjóslysi við Eyjafjörð. Hún var þá ung móðir og ekkja sem þurfti að bíta á jaxlinn og harka af sér til að eiga í sig og á. Jónatanía dó á hjúkrunarheimilinu í Skjaldarvík árið 1957 en þar voru endurminningar hennar skráðar nokkrum árum áður og ná þær allt frá barnæsku hennar fram á fullorðinsár. Endurminningaskjalið fannst nýlega í gömlum fjölskyldugögnum og varð það kveikjan að þætti um ævi og örlög Jónataníu sem og annarra sjómannskvenna og dætra frá fyrri tíð. Viðmælandi þáttarins er Steinunn Erla Friðþjófsdóttir, amma höfundar og barnabarn Jónataníu.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Sveinn Sæmundsson ræðir við fólk víðsvegar af landinu. Þáttaröðin var á dagskrá útvarpsins 1969 til 1972.
Sveinn Sæmundsson ræðir við Jón Eiríksson skipstjóra, þriðji hluti.
Áður á dagskrá 8. febrúar 1973.
Fjallað er um Ágúst Gíslason trúboða og sjómann á Siglufirði. Ágúst var í daglegu tali kallaður Gústi guðsmaður og setti sterkan svip á Siglufjaraðarbæ ekki síst vegna þess að hann predikaði tíðum á Ráðhústorginu. Gústi lagði allar sínar tekjur í trúboð og hjálparstarf erlendis. Sagt er frá Gústa, leiknar upptökur með honum og rætt við fólk sem kynntist honum.
Lesarar í þættinum eru Bryndís Þórhallsdóttir, Ásta Þórhallsdóttir og Þröstur Ásmundsson.
Rætt var við eftirtalda í þættinum: Ólaf Ragnarsson, bókaútgefanda ; Sigurjón Sæmundsson, prentara Siglufirði ; Jónas Tryggvason, sjómann Siglufirði, Árna Johnsen, blaðamann Reykjavík ; Vigfús Þór Árnason, prest Reykjavík ; Hjörleif Magnússon, skrifstofumann Siglufirði, Benedikt Sigurðsson, kennara Siglufirði, Sigurð Hafliðason, bankamann Siglufirði, Jón Dýrfjörð, vélsmið Siglufirði og Karl E. Pálsson kennara Siglufirði.
Lagið um Gústa guðsmann með Gylfa Ægissyni leikið í þættinum. Lesið var úr grein Ólafs Ragnarssonar Fiskimaðurinn úr Jólablaði Alþýðublaðsins 1965, úr kafla um Gústa guðsmann úr bókinni Kvistir í lífstrénu eftir Árna Jóhnsen og úr minningagrein um Gústa eftir Benedikt Sigurðsson.
Umsjón: Kristján Sigurjónsson.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Andrea Jónsdóttir leikur fjölbreytta tónlist fyrir hlustendur á 2. í jólum.
Andrea Jónsdóttir leikur fjölbreytta tónlist fyrir hlustendur á 2. í jólum.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Rúmlega þrjátíu farþegar í rútu frá Hópbílum leituðu skjóls á Hótel Dyrhólaey í gærkvöld eftir að bílstjóri rútunnar hunsaði lokanir og festi rútuna tvisvar í snjó. Opna þurfti Hótelið Midgard á Hvolsvelli til að hýsa hátt í 70 veðurteppta útlendinga.
Enn ein kalda smálægðin hrellir landsmenn í kvöld. Henni fylgir nokkur úrkoma. Snjó hefur kyngt niður á Austurlandi svo vart sér út um glugga á húsum.
Fleiri en fjörtíu eru látin í fordæmalausum frosthörkum og óveðri í Bandaríkjunum og Kanada. Áfram verður kalt í veðri vestanhafs í dag.
Um fjögur hundruð heimili eru enn rafmagnslaus á Akranesi eftir háspennubilun í nótt. Vonast er til að viðgerðum ljúki fyrir kvöldið.
Þrír rússneskir hermenn féllu í drónaárás Úkraínuhers á herflugvöll í Rússlandi í nótt. Þetta er önnur árásin sem er gerð á flugvöllinn í þessum mánuði.
Skógræktarfélag Eyfirðinga segir hugmyndir um nýtt hótel við Skógarböðin í jaðri Vaðlaskógar ómótaðar og samþykkir þær ekki að öllu óbreyttu.
Keisaramörgæsin er það dýr á Suðurskautinu sem er í mestri útrýmingarhættu. Þetta sýnir ný rannsókn.
Keppni hefst á ný í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir sex vikna hlé vegna heimsmeistaramótsins í Katar.
Í þessum jólaþætti skoða þrjár íslenskar konur, búsettar í Danmörku, hvernig jólahald Íslendinga byggir að miklu leiti á dönskum siðum og uppskriftum. Hlustandanum er boðið í jólahlaðborð á Tivolihallen í Danmörku, þar sem jólamaturinn og margrómað smörrebrauð Dana er rætt. Hér er á boðstólnum rúgbrauð og remúlaði, síld og sagnfræði, og öllu er þessu skolað niður með öl og ákavíti, að sjálfsögðu með tilheyrandi snapsavísum á danska vísu. Umsjón: Ásta Stefánsdóttir ásamt Kötlu Gunnarsdóttur og Sigurbjörgu Elínu Hólmarsdóttur.
Í þessum jólaþætti skoða þrjár íslenskar konur, búsettar í Danmörku, hvernig jólahald Íslendinga byggir að miklu leiti á dönskum siðum og uppskriftum. Hlustandanum er boðið í jólahlaðborð á Tivolihallen í Danmörku, þar sem jólamaturinn og margrómað smörrebrauð Dana er rætt. Hér er á boðstólnum rúgbrauð og remúlaði, síld og sagnfræði, og öllu er þessu skolað niður með öl og ákavíti, að sjálfsögðu með tilheyrandi snapsavísum á danska vísu. Umsjón: Ásta Stefánsdóttir ásamt Kötlu Gunnarsdóttur og Sigurbjörgu Elínu Hólmarsdóttur.
Rúnar Róberts í huggulegum helgargír.
Annar í jólum með Rúnari Róberts
Topplagið í Bandaríkjunum á þessum degi 1986 er Walk like an egyptian með The Bangles, viðburðir vikunnar framundan skoðaðir sem og hvað er um að vera í sportinu og fylgst með veðri og færð. Eitís plata vikunnar er Glass houses með Billy Joel sem kom út 12. mars 1980 og Suede áttu Nýjan ellismell vikunnar í laginu She still leads me on.
Lagalistinn:
Baggalútur - Sagan af Jesúsi
The Rolling Stones - Undercover of the night
Bruce Hornsby & the range - The Way it is
The Bangles - Walk like an egyptian (Topplagið í BNA 26. Desember 1986)
Kylie Minogue - It's the most wonderful time of the year
Duran Duran - Lay lady lay
Ronettes - Sleigh ride
Queen - A winter's tale
Taylor Swift ásamt Lana del Rey - Snow on the beach
Paul McCartney - Press
U2 - Seconds
Boney M - Mary's boy child
Árstíðir - Bring back the feel
15:00
Band Aid - Do they know it's Christmas?
Blondie - Heart of glass
Hildur Vala - Eitt stundarbil
Billy Joel - You may be right (Eitís plata vikunnar)
Billy Joel - It's still rock and roll to me (Eitís plata vikunnar)
Simple Minds - All the things she said
Borgardætur - Litli stúfur
Adele - I drink wine
Madness - Shut up
Suede - She still leads me on (Nýr ellismellur vikunnar)
Dolly Parton og Kenny Rogers - A Christmas to remember
Cyndi Lauper - Time after time
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Meira er um öndunarfærasýkingar en í venjulegu ári. Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu í dag, vegna sjúkraflutninga og annarra verkefna.
Vegir eru víða lokaðir vegna ófærðar og vetrarveðurs. Gul veðurviðvörun er í gildi á austur- og suðausturlandi.
Um tvö hundruð þúsund bandarísk heimili eru enn án rafmagns og á þriðja tug eru látnir í einhverjum versta vetrarstormi sem gengið hefur yfir Bandaríkin og Kanada í langan tíma. Á þriðja tug eru látnir vegna veðursins.
Ótal ferðamenn biðu í rúma klukkustund eftir flugrútum í frosti og roki fyrir utan Leifsstöð í kringum klukkan sex í gær. Farþegi segir ástandið hafa verið skelfilegt.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Bjarni Daníel bregður sér í jólagírinn og leikur fjölbreytta tónlist á jólanótunum fyrir hlustendum.
Bjarni Daníel bregður sér í jólagírinn og leikur fjölbreytta tónlist á jólanótunum fyrir hlustendum.
Útvarpsfréttir.