ok

Náttúran mín

Eyjafjöll

Anna Birna Þráinsdóttir lögfræðingur ákvað dag einn að einfalda líf sitt sem fram að því hafði einkennst af mikilli streitu og álagi. Í hönd fór „einföldunin mikla“. Hún settist að undir Steinafjalli í Eyjafjöllum þar sem hún ræktar kál og heldur kindur. Þar líður henni vel enda jörðin sú fegursta á landinu, að hennar sögn. Og Steinafjall er fjallið hennar.

Frumsýnt

14. ágúst 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Náttúran mín

Náttúran mín

Íslensk heimildarþáttaröð í fjórum þáttum. Þótt meirihluti landsmanna búi í þéttbýli býr sumt fólk á stöðum þar sem náttúran hefur meiri áhrif á líf þess en gengur og gerist. Í þessari þáttaröð greinir fólk frá ýmsum stöðum á landinu frá ástríðu sinni fyrir því, hvers vegna það kýs að búa utan þéttbýlis og hvað veldur því að það vill hvergi annars staðar búa. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon og Lára Ómarsdóttir.

,