Kveikur

Slæmur aðbúnaður aldraðra. Tónlistarmaðurinn Prins Póló.

Í þrjátíu ár hefur verið fjallað um fráflæðisvanda Landspítalans en minna horft til fólksins sem lendir á hrakhólum. Hefur eitthvað breyst á þessum þrjátíu árum? Og hvernig stendur á því veikt, gamalt fólk nýtur ekki fullra mannréttinda? Í þættinum verður sjónum beint öldruðu fólki og aðbúnaði þeirra.

Í seinni hluta þáttarins verður farið inn í hinn óvenjulega skapandi hugarheim Svavars Péturs Eysteinssonar, sem er með ólæknandi krabbamein á fjórða stigi, og hversdagsleikinn dýrkaður með hliðarsjálfi hans, Prins Póló.

Frumsýnt

26. apríl 2022

Aðgengilegt til

1. júní 2030
Kveikur

Kveikur

Kveikur er fréttaskýringaþáttur sem sendur er út hálfsmánaðarlega. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku.

Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Brynja Þorgeirsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Ingvar Haukur Guðmundsson og Árni Þór Theodórsson.

Þættir

,