Kveikur

Samherjaskjölin

Í þættinum voru viðbrögð við uppljóstrun Samherjaskjalanna skoðuð. Spillingarlögreglan í Namibíu hefur í rúmt ár rannsakað starfsemi Samherja í Namibíu og ásakanir um mútugreiðslur, fjársvik, skattsvik og peningaþvætti. umfangi er málið hið stærsta í sögu Namibíu. Þá beinir einn angi rannsóknarinnar, sem hafin er í Noregi vegna Samherjaskjalanna, sjónum því hvernig þetta var yfir höfuð hægt. Horft er á það sem virðast vera veikar varnir og aðgerðir norska ríkisbankans DNB við peningaþvætti.

Frumsýnt

26. nóv. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kveikur

Kveikur

Kveikur er fréttaskýringaþáttur sem sendur er út hálfsmánaðarlega. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku.

Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Tryggvi Aðalbjörnsson. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Stefán Aðalsteinn Drengsson og Ingvar Haukur Guðmundsson.

Þættir

,