Fílalag

5. Það brennur - Egill Ólafsson og Diddú

Stólparnir tveir í íslenskri útgeislun, Egill Ólafsson og Diddú, hafa gert margt saman í gegnum tíðina en sjaldan hefur öðrum eins hæðum verið náð í stemningu og í lagi Egils, Það brennur, sem kom út á sólóplötu hans, Tifa tifa, árið 1991. Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lagið í allri sinni dýrð og við sögu koma íslenski hesturinn, gosbrunnar og sérsmíðaðar innréttingar. Leikstjórn: Allan Sigurðsson.

Frumsýnt

28. apríl 2023

Aðgengilegt til

1. jan. 2026
Fílalag

Fílalag

Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.

Þættir

,