Brot
Íslensk spennuþáttaröð frá 2019 um rannsóknarlögreglukonuna Katrínu sem rannsakar óvenjulegt morð í Reykjavík. Það reynist upphafið að óhugnanlegu og flóknu sakamáli og lögreglan fær virtan lögreglumann með dularfulla fortíð, Arnar, til að snúa heim eftir áratuga fjarveru utanlands og aðstoða við rannsókn málsins. Leikstjórn: Þórður Pálsson, Davíð Óskar Ólafsson og Þóra Hilmarsdóttir. Aðalhlutverk: Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors. Framleiðsla: Mystery og Truenorth. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.