Í þættinum röltir Egill Helgason um Skólavörðuholtið í Reykjavík og ræðir sögu Skólavörðunnar.
Sýndar eru gamlar ljósmyndir af Reykjavík og svæðinu í kringum Skólavörðuholt, ljósmynd af Sigurði málara, Árna Óla.
Kristján Franklín Magnús les úr texta hans um Skólavörðuna. Einnig er birt ljósmynd af Sverri Runólfssyni sem byggði Skólavörðuna og lesið er brot úr Sjömeistarasögunni eftir Halldór Laxness og texta eftir Jón Jónsson frá Hvoli.
Dagskrárgerð: Ragnhildur Thorsteinsson.
Frumsýnt
17. júní 2015
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Bækur og staðir 2015
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.