Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Tíunda þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.e.
Hvaða íslensku dægurlög hafa hljómað fyrst og fremst á Rás 2 síðustu 40 ár? Hvað einkennir síðustu fjóra áratugi í íslenskri tónlist? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í Fyrst og fremst, laufléttum þáttum sem fanga uppáhaldslögin af Rás 2 á 40 ára afmælinu. Umsjón: Kristján Freyr Halldórsson.
Heimildarþættir frá 2023 um sögu raftónlistar á Norðurlöndunum. Norræn raftónlist hefur notið vinsælda víðs vegar um heiminn síðan á níunda áratug síðustu aldar og hún hefur átt stóran þátt í að móta senuna. Fjallað er um tónlistarfólk eins og Björk, Röyksopp, Kygo, Aqua og E-Type.
Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Róbert og hvolparnir mæta nýjum áskorunum og sanna enn og aftur að ekkert verkefni er of stórt fyrir litla hvolpa.
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.
Ný bresk heimildarþáttaröð þar sem arkitektinn og sjónvarpsmaðurinn George Clarke ferðast um Bandaríkin og kynnir sér einkenni bandarískrar hönnunnar.
Stuttir breskir gamanþættir frá 2022 eftir Dylan Moran. Parið Dan og Carla stendur á tímamótum. Dan var nýlega sagt upp störfum og Carla veltir fyrir sér hvort lífið hafi ekki upp á meira að bjóða. Aðalhlutverk: Dylan Moran og Morgana Robinson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Önnur þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta. Deilur milli glæpagengja valda glundroða á götum Belfast og nýliðum innan lögreglunnar er ýtt út á ystu nöf bæði í starfi og einkalífi. Aðalhlutverk: Nathan Braniff, Sian Brooke og Katherina Devlin. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Fróðlegir skemmtiþættir þar sem Sigtryggur Baldursson fjallar um örnefni á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrárgerð: Guðlaugur Maggi Einarsson.
Fréttastofa RÚV verður kosningavöku vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum.
Fylgst verður talningu atkvæða og úrslitum kosninganna auk þess sem fjallað verður um kosningabaráttuna og stöðuna í Bandaríkjunum út frá ýmsum hliðum. Þá heyrum við frá Birni Malmquist, fréttamanni, sem staddur verður í Bandaríkjunum.
Útsendingunni stýrir Birta Björnsdóttir. Gestir verða Silja Bára Ómarsdóttir, doktor í stjórnmálafræði, og Oddur Þórðarson, fréttamaður.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.