Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Laufey Lín vann til Grammyverðlauna fyrir plötu sína Bewitched og rættist þar með það sem henni þótti fjarlægur draumur í fyrra. Eftirminnileg andartök á ferli hennar rifjuð upp og rætt við kennara hennar, Sigurgeir Agnarsson, sellóleikara. Fleiri leituðu á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans á síðasta ári en áður vegna neyslu á hugvíkkandi efnum. Rætt við Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlæknisfræði og yfirlækni á LSH. Sigfríð Ingólfsdóttir er vafalítið einarðasta stuðningskona fótboltaliðsins Arsenal eins og sjá má á híbýlum hennar, lífsstíl og ferðavenjum.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Bergsteinn Sigurðsson ræddi við þau Runólf Ágústsson, framkvæmdastjóra Þorpsins vistfélags og skólamann, Auði Jónsdóttur blaðamanna, Björt Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Iðu og fyrrverandi umhverfisráðherra, og Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúa.
Skemmtiþáttur þar sem Hemmi Gunn tekur á móti góðum gestum í sjónvarpssal. Slegið er á létta strengi, stiginn dans og sungið. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Rithöfundurinn og stærðfræðingurinn Hannah Fry kynnir sér nýjustu tæki og tól í tækniheiminum og skoðar söguna á bak við uppfinningarnar.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs. Í þessum þætti hugar Ida að andlegri heilsu og leitar ráða til að draga úr streitu.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Hinir upprunalegu klassísku Strumpar í uppfærðri útgáfu í tilefni af 65 ára afmæli þáttanna.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Fresta greiðslum til Palestínuflóttamannahjálparinnar 2. Héldu sýningu á Seyðisfirði 3. Níræð kona setti heimsmet
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Íþróttafréttir.
Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.
Fjallað er um inngildingu innflytjenda í íslenskt samfélag. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Valgeir Örn Ragnarsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.
Íslensk heimildarmynd frá 2022 um þýska tréskurðarmeistarann og myndhöggvarann Wilhelm Beckmann, sem flúði undan nasistum á fyrri hluta síðustu aldar. Hann settist að á Íslandi og gerðist atkvæðamikill kirkjulistamaður.
Franskir heimildaþættir frá 2020. Tvö listaverk eftir sitt hvorn listmálarann eru borin saman og fjallað er um hvernig list á í stöðugu samtali við samtímann.
Myndefni í þættinum getur vakið óhug.
Bresk glæpaþáttaröð frá 2022 byggð á sönnum atburðum. Samfélagið í námuþorpi á Mið-Englandi sundrast þegar tveir íbúar þess finnast myrtir. Lögregluna grunar að morðin tengist yfirstandandi námuverkfalli. Aðalhlutverk: David Morrissey, Lesley Manville og Robert Glenister. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Gráglettin finnsk glæpaþáttaröð um rannsóknarlögreglukonuna Mariu Pudas sem rannsakar glæpi í stærsta lögregluumdæmi heims, Lapplandi. Stuðst er við raunverulega glæpi sem gerst hafa á svæðinu í handriti þáttanna. Aðalhlutverk: Saara Kotkaniemi, Iina Kuustonen og Heikki Ranta. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Bein útsending frá leikjum í bikarkeppninni í handbolta.
Bein útsending frá leik Selfoss og KA/Þórs í 8 liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta.
Bein útsending frá leikjum í bikarkeppninni í handbolta.
Bein útsending frá leik Vals og Hauka í 8 liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Fresta greiðslum til Palestínuflóttamannahjálparinnar 2. Héldu sýningu á Seyðisfirði 3. Níræð kona setti heimsmet
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir