13:35
Kastljós
Laufey Lín, hugvíkkandi efni og Arsenaldrottning Íslands
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Laufey Lín vann til Grammyverðlauna fyrir plötu sína Bewitched og rættist þar með það sem henni þótti fjarlægur draumur í fyrra. Eftirminnileg andartök á ferli hennar rifjuð upp og rætt við kennara hennar, Sigurgeir Agnarsson, sellóleikara. Fleiri leituðu á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans á síðasta ári en áður vegna neyslu á hugvíkkandi efnum. Rætt við Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlæknisfræði og yfirlækni á LSH. Sigfríð Ingólfsdóttir er vafalítið einarðasta stuðningskona fótboltaliðsins Arsenal eins og sjá má á híbýlum hennar, lífsstíl og ferðavenjum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,