Spurningarkeppni framhaldsskólanna þarf vart að kynna og einkennist af stemningu, spennu og virkri þátttöku allra sem að koma. Ný áhöfn í brúnni var þennan veturinn en það voru þau Björn Bragi Arnarsson, Steinþór Helgi Arnsteinsson og Margrét Erla Maack. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Skemmtiþáttur þar sem Hemmi Gunn tekur á móti góðum gestum í sjónvarpssal. Slegið er á létta strengi, stiginn dans og sungið. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
Þættir frá 2011-2012 þar sem fjallað er um leiksýningar, kvikmyndir, heimildamyndir, stuttmyndir og leikna sjónvarpsþætti. Leikmyndir, lýsing, hljóð og brellur kvikmynda og leikhúsa eru skoðuð og fylgst með framleiðslu einstakra kvikmyndaverka. Rýnt er í myndlist með upplýsandi og gagnrýnum hætti, nýjar leiksýningar fá ítarlega umfjöllun og gagnrýni og farið yfir feril einstakra listamanna.
Umsjónarmenn eru Þórhallur Gunnarsson, Sigríður Pétursdóttir, Vera Sölvadóttir og Guðmundur Oddur Magnússon. Dagskrárgerð: Guðmundur Atli Pétursson.
Fróðlegir danskir þættir þar sem þáttastjórnendur rannsaka matinn sem við borðum dags daglega.
Tónlistarþættir frá árunum 1986-1987. Kynnir: Jón Gústafsson. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Nokkrir kunnulegir og ókunnulegir fiskar kynna sig fyrir áhorfendum.
Hinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum.
Þriðja þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
Tillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Áhyggjur af heyrn ungmenna 2. Frakkar Evrópumeistarar í handbolta 3. Krakkaskýring: Vetrarveður
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Tímabundin stöðvun fjárframlags Íslands til Palestínuaðstoðar Sameinuðu þjóðanna var ákveðin fyrir helgi vegna ásakana á hendur starfsmönnum stofnunarinnar um hlutdeild í glæpum Hamas. Birgir Þórarinsson þingmaður og Lára Jónasardóttir stjórnarmaður hjá Læknum án landamæra eru bæði fyrrverandi starfsmenn Palestínuaðstoðarinnar, þau ræða forsendur ákvörðunarinnar og afleiðingar. Á næstu vikum verða Íslendingar 400.000 talsins, samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar. Stærstan þátt í fjölguninni eiga innflytjendur en flestir þeirra koma frá löndum innan EES. Joanna Marcinkowska sérfræðingur hjá mannréttinda-og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent á menntavísindasviði HÍ rýna í mannfjöldaþróun og samsetningu þjóðarinnar á þessum tímamótum. Magnús Jóhann Ragnarsson gaf nýverið út sína fjórðu sólóplötu, Rofnar. Því verkefni sinnti hann milli tónlistarstjórnar í Idol og jólatónleikavertíðar.
Rithöfundurinn og stærðfræðingurinn Hannah Fry kynnir sér nýjustu tæki og tól í tækniheiminum og skoðar söguna á bak við uppfinningarnar.
Sannsögulegir norskir dramaþættir frá 2023. Læknirinn og hugsjónamanneskjan Gro Harlem Brundtland dregst inn í valdabaráttu Verkamannaflokksins í Noregi á áttunda áratug síðustu aldar og kemst að lokum til æðstu metorða norskra stjórnmála. Aðalhlutverk: Kathrine Thorborg Johansen, Jan Gunnar Røise og Sjur Vatne Brean. Leikstjóri: Yngvild Sve Flikke.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Valgeir Örn Ragnarsson fær til sín þingmennina Líneik Önnu Sævarsdóttur, Jón Gunnarsson, borgarfulltrúann Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og bæjarfulltrúann Guðmund Árna Stefánsson. Þá ræðir Guðmundur Hálfdánarson prófessor mögulega heimsmynd ef Donald Trump nær aftur kjöri sem forseti Bandaríkjanna.
Heimildarþættir frá BBC þar sem sagnfræðingurinn Niall Ferguson fer yfir sögu samfélagsmiðla og skoðar hvernig mannleg hegðun, ný tækni og hagnaðarsjónarmið getur breytt heiminum.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Áhyggjur af heyrn ungmenna 2. Frakkar Evrópumeistarar í handbolta 3. Krakkaskýring: Vetrarveður
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir
Útsendingar frá árlegu alþjóðlegu íþróttamóti í Reykjavík.
Bein útsending frá keppni í klifri á Reykjavíkurleikunum.