Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Tímabundin stöðvun fjárframlags Íslands til Palestínuaðstoðar Sameinuðu þjóðanna var ákveðin fyrir helgi vegna ásakana á hendur starfsmönnum stofnunarinnar um hlutdeild í glæpum Hamas. Birgir Þórarinsson þingmaður og Lára Jónasardóttir stjórnarmaður hjá Læknum án landamæra eru bæði fyrrverandi starfsmenn Palestínuaðstoðarinnar, þau ræða forsendur ákvörðunarinnar og afleiðingar. Á næstu vikum verða Íslendingar 400.000 talsins, samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar. Stærstan þátt í fjölguninni eiga innflytjendur en flestir þeirra koma frá löndum innan EES. Joanna Marcinkowska sérfræðingur hjá mannréttinda-og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent á menntavísindasviði HÍ rýna í mannfjöldaþróun og samsetningu þjóðarinnar á þessum tímamótum. Magnús Jóhann Ragnarsson gaf nýverið út sína fjórðu sólóplötu, Rofnar. Því verkefni sinnti hann milli tónlistarstjórnar í Idol og jólatónleikavertíðar.