apríl 2025
mámánudagur | þrþriðjudagur | mimiðvikudagur | fifimmtudagur | föföstudagur | lalaugardagur | susunnudagur |
---|---|---|---|---|---|---|
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnir í kvöld tolla á hvaða innflutningsvörur hann mun leggja á og hvaða landa þeir ná til. Bandaríkin eru eitt helsta viðskiptaland Íslands og áhrifin gætu orðið mikil, bæði beint og óbeint. Við ræðum við Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, um stöðuna.
Rauði krossinn stendur nú fyrir átaki þar sem landsmenn eru brýndir til að vera viðbúnir að vera án vatns og rafmagns í að minnsta kosti þrjá daga ef neyðarástand myndast. Slíkur viðbúnaður algengur á Norðurlöndum, þar á meðal í Finnlandi. Við ræðum við framkvæmdastjóra neyðarbirgðaforða Finnlands.
Leikritið Fjallabak var frumsýnt í Borgarleikhúsinu fyrir skemmstu. Það fjallar um forboðnar ástir tveggja kúreka og byggir á sömu smásögu og bíómyndin Brokeback Mountain.

24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Lið Fljótsdalshéraðs og Skagafjarðar eigast við í átta liða úrslitum.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna er meginstoð varna Íslands. En samningurinn er um margt óljós og forgangsröðunin í Washington hefur breyst. Hver er staða varna og varnarsamnings?
Talið er að farsímanotkun bílstjóra sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum. Banaslys hafa orðið hér á landi sem rekja má til þessa. Samt notum við símann undir stýri sem aldrei fyrr, enda eigum við mörg hver orðið erfitt með að leggja símann frá okkur. Þegar fylgst er grannt með umferðinni er óhætt að segja að farsímanotkun undir stýri virðist nánast orðin reglan, frekar en undantekningin.
Stuttir heimildarþættir frá Noregi um tilfinningaflækjur Ariane, ungrar norskrar konu sem er dökk á hörund og með krullað hár. Á að leyfa afróinu að njóta sín? Má annað fólk koma við hárið? Á hún að vera stolt af krullunum eða bara alls ekki?
Íslensk þáttaröð sem fjallar um ævina frá upphafi til enda. Einblínt er á eitt æviskeið í einu og skoðað hvað hver kynslóð er að fást við. Sagðar eru sögur af fólki á öllum aldri og tekist á við stórar spurningar. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.
Í þessum þætti er fjallað um ævilokin, en það er víst staðreynd málsins að öll munum við deyja. Og hvað skiptir þá mestu máli í lífinu, þegar öllu er á botninn hvolft? Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.

Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Áhorfendum er boðið að fylgjast náið með nokkrum framúrskarandi listamönnum sem veita innsýn í eigin sköpunarferli, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Um hvað snýst myndlist í upphafi 21. aldar? Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Í þættinum kynnumst við listamönnunum Eygló Harðardóttur og Ragnari Kjartanssyni. Bæði leggja mikið upp úr áhrifum skynjunar á verkunum og þá skiptir meginmáli að upplifa verkið í eigin persónu, skynja tíma og efni og verða fyrir áhrifum á staðnum. Ragnar Kjartansson vinnur í formi gjörninga en Eygló vinnur með efni. Dagskrárgerð: Dorothee Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.

Ferðaþættir í umsjá Brynhildar Ólafsdóttur og Róberts Marshall þar sem þau fara með landsþekkta Íslendinga í svaðilför um ósnortna náttúru Íslands.
Í þriðja þætti sláumst við í för með Brynhildi Guðjónsdóttur leikkonu og Maríu Ögn Guðmundsdóttur hjólreiðakonu og förum á fjallahjólum af Pokahrygg, meðfram Laufafelli, að Álftavatni og eftir Laugavegi í Hvannagil. Þetta er glæsileg hjólaleið um Friðland að Fjallabaki. Í síðari hluta þáttarins förum við með Helga Seljan og Ísgerði Gunnardóttur í klifurferð í Öræfasveit þar sem þau reyna fyrir sér í kletta- og ísklifri. Ævintýrið reyndi vel á og ekki komust allir alveg óskaddaðir frá þessum viðureignum.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld heimsækjum við landverði á Breiðamerkursandi, við kynnumst því hvað fornleifafræðingur á Selfossi gerir á veturna, við förum á júdóæfingu á Akureyri og við kynnum okkur prentverk á Seyðisfirði.


Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir. Að þessu sinni fræðumst við um mannslíkamann.

Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Krakkarnir eiga að búa til vélmenni sem leysir eitthvert svakalegt vandamál.
Gula liðið:
Kristófer Ari Óskarsson
Anna Kolbrún Ísaksdóttir
Bláa liðið:
Steinar Hugi Ívarsson
Sóldís Vala Ívarsdóttir
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Í þættinum útbúa Ylfa og Máni einfaldar og bragðgóðar samlokur sem hægt er að taka með í nesti eða fá sér eftir skóla.
Hér er uppskriftin:
Samloka:
Súrdeigsbrauð
Hummus eða gróft sinnep
Harðsoðin egg
Gúrka
Tómatar
Silkiskorin skinka
Spægipylsa
Ostur í sneiðum
Hummus:
1 krukka kjúklingabaunir 31/2 dl
2 msk vatn
2 msk tahini
2 msk sítrónusafi
1 hvítlauksrif pressað
1 tsk salt
1-2 msk ólífuolia
1 msk steinselja
Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman þar til silkimjúkt
Geymist í 5-7 daga í ísskáp
Dídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Sjálfbærni! Aftur kemur þetta orð fyrir. Það er vegna þess að sjálfbærni er mjög mikilvæg og það skiptir miklu máli að borgirnar okkar verði sjálfbærar. Það býr svo margt fólk í borgum og við verðum að finna lausnir á ýmsum vandamálum sem fylgja því að búa í stórum borgum. Við verðum meðal annars að minnka mengun og bæta aðstæður fólks sem býr í fátækari hverfum borga.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Íslensk tónlistarmyndbönd.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Fáir erlendir listamenn eru Íslendingum jafn kærir og Kim heitinn Larsen. Lögin hans hafa verið notuð við ýmis tilefni hér á landi, þar á meðal í dönskukennslu. Hér fíla þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi eitt þekktasta lag hins stórmynnta Dana, Papirsklip af plötunni Midt om natten frá 1983. Hér er öllu tjaldað til, það rignir eplaskífum og Sandra Barilli mætir með pylsur.

Kokkurinn Nisha Katona ferðast um Ítalíu og kynnist matreiðslu í ýmsum héruðum.
Þriðja þáttaröð þessara norsku leiknu þátta um samfélagið í Stafangri og breytingarnar sem urðu þegar olía fannst í sjónum úti fyrir bænum og norska olíuævintýrið hófst. Meðal leikenda eru Anne Regine Ellingsæter, Malene Wadel, Mads Sjøgård Pettersen og Pia Tjelta.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir
Úkraínsk spennuþáttaröð. Þegar þrjár ungar stúlkur finnast látnar með stuttu millibili í borginni Osijek í Króatíu ákveða tveir rannsóknarlögreglumenn og tveir blaðamenn að hjálpast að við að leysa málin, en rannsókn málsins leiðir þau á hættulegar slóðir. Aðalhlutverk: Kseniia Mishyna, Goran Bogdan og Darko Milas. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Önnur þáttaröð þessara skosku spennuþátta. Lögfræðingurinn Max er laus úr fangelsi og fallinn í ónáð. Hann grunar alla um græsku og ekkert er eins og það sýnist. Aðalhlutverk: Mark Bonnar, Emun Elliot og Henry Pettigrew. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.