apríl 2025
mámánudagur | þrþriðjudagur | mimiðvikudagur | fifimmtudagur | föföstudagur | lalaugardagur | susunnudagur |
---|---|---|---|---|---|---|
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Á ársfundi Seðlabankans í dag fjallaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri meðal annars um eiginfjárhlutfall íslenskra banka sem þeir hafa kvartað yfir. Finnst honum bankarnir græða nóg og hvernig sér hann efnahagsmálin þróast á næstunni?
Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis vilja að stjórnvöld komi í veg fyrir að Janus endurhæfingu verði lokað í sumar en segjast tala fyrir daufum eyrum. Rætt við Ingibjörgu Isaksen.
Við heimsækjum fatamerkið Farmers market, sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir, en þau eru eins og flestir vita guðforeldrar hinnar íslensku sumarkonu.

24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Lið Garðabæjar og Reykjavíkur eigast við í úrslitum.

Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

Íslensk þáttaröð í sex hlutum í umsjón Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, prófessors í næringarfræði. Í þáttunum er fylgst með fjölbreyttum hópi fólks taka næringar- og matarvenjur sínar til gagngerrar endurskoðunar í þeim tilgangi að nærast betur - og njóta um leið. Framleiðandi: Sagafilm.
Kristín Tómasdóttir og Guðlaugur Aðalsteinsson búa með fjórum börnum á ólíkum aldri í lítilli íbúð í Hlíðunum. Kristín hreyfir sig mikið og er með yngsta barnið á brjósti svo hún þarf að passa upp á næringuna. Gulli hefur átt við kyngingarvanda að stríða frá því á unglingsaldri og krökkunum leiðist að borða.

Danskir þættir þar sem við skoðum merkisdaga í lífi okkar. Í þremur þáttum segja þrjár ólíkar kynslóðir frá brúðkaupinu sínu, fermingunni og skírninni.

Íslandsmót í hópfimleikum á Akranesi.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Keppendur að þessu sinni eru feðginin Arnar Björnsson og Kristjana Arnarsdóttir en Kristjana stýrði Er þetta frétt? á upphafsdögum þáttarins. Þau etja kappi við systkinin Evu Björk Benediktsdóttur og Guðmund Benediktsson. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa sagt okkur íþróttafréttir í gegnum tíðina.

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.

Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.

Þýsk verðlaunamynd frá 2020 í leikstjórn Burhan Qurbani. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Alfreds Döblin sem er færð til nútímans með innflytjanda frá Vestur-Afríku í aðalhlutverki. Aðalhlutverk: Welket Bungué, Albrecht Schuch og Jella Haase. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.


Dana er 9 ára stelpa sem elskar risaeðlur. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún fær gefins handbók um risaeðlur, sem kennir henni ekki aðeins nýja hluti um dýrin, heldur gefur henni ofurkrafta sem gera henni kleift að sjá fyrir sér risaeðlur í raunveruleikanum.

Önnur sería af þessari skemmtilegu keppni þar sem danskir krakkar reyna á hæfileika sína á ströndinni og í vatninu í æsispennandi keppni um besta strandvörðinn.

Katta er 14 ára og er einkar lagin við að koma sér í vandræðalegar aðstæður. Sem betur fer er hún með app í símanum sínum sem getur fært hana aftur í tímann.

Uppfinningamenn þurfa að leysa auðveld verkefni, eins og að vekja einhvern eða blása á kerti á afmælistertu, með stórum og flóknum vélum.

Leikur Breiðabliks og Vals í Meistarakeppni kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.