Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem að baki þeim liggja.
Í þessum þætti er rætt við Ara Kristinsson leikstjóra og tökumann.
Ari nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og California Institute of the Arts, þar sem hann lagði einnig stund á kvikmyndanám. Ari myndaði heimildamynd Friðriks Þórs, Eldsmiðinn, og hefur síðan starfað sem myndatökumaður við fjölda íslenskra bíómynda. Hann á tvær bíómyndir að baki sem leikstjóri, Pappírs-Pésa frá 1990 og Stikkfrí sem frumsýnd var 1997.
24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Hér eigast við í átta liða úrslitum lið Álftnesinga og Kópavogsbúa. Lið Álftnesinga skipa Anna Ólafsdóttir Björnsson, Guðmundur Andri Thorsson og Hilmar Örn Hilmarsson og fyrir Kópavog keppa Hafsteinn Viðar Hafsteinsson, Kristján Guy Burgess og Víðir Smári Petersen.
Heimildarþættir um danskar fjölskyldur þar sem börnin vaða uppi og ráða lögum og lofum á heimilinu. Ráðalausir foreldrarnir fá til liðs við sig sálfræðing sem sérhæfir sig í barnauppeldi í von um að ná aftur stjórn á afkvæmunum.
Hljómskálinn snýr aftur, stappfullur af íslenskri tónlist. Í Hljómskálanum er farið vítt og breitt yfir sviðið í tali og tónum auk þess sem tónlistarfólk úr ólíkum áttum vinnur lög sérstaklega fyrir þættina. Unnið er með ólík þemu í hverjum þætti, á borð við mat, hættulega tónlist, ímynd og peninga. Hljómskálinn er í umsjón Sigtryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts er sérstök greiningardeild þeirra Braga Valdimars Skúlasonar og Guðmundar Kristins Jónssonar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Peningar. Þeir drífa þetta allt saman áfram, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þættinum fáum við að vita hvar peningarnir í tónlistarbransanum liggja, hvaðan þeir koma og hvert þeir fara eiginlega. Tónlistarmaðurinn Auður vinnur rándýrt lag með ofursveitinni Mezzoforte.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Þorsteinn ætlaði að verða dramatískur leikari en endaði sem sálfræðingur þar sem hann aðstoðar fullorðið fólk við að vinna úr áföllum.
![KrakkaRÚV](/spilari/DarkGray_image.png)
Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hættuástand hefur skapast á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum vegna blæðinga í klæðningu. Þungatakmarkanir hafa verið settar á vissa staði, sem koma í veg fyrir að flutningabílar komast ekki leiðar sinnar. Við heyrum í Jakobi Björgvin S. Jakobssyni, bæjarstjóra í Stykkishólmi, og ræðum í framhaldinu við Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs hjá Vegagerðinni, og Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB.
Hinir árlegu framadagar voru haldnir í Háskólanum í Reykjavík fyrir helgi. Þar fá háskólanemar tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og kanna möguleika á sumarvinnu eða jafnvel framtíðarstörfum.
Frönsk-kanadísk leikin þáttaröð um örlagaríkt kvöld í lífi tíu ungmenna sem halda spennt á tónleika með átrúnaðargoðinu sinu, INVO. Þegar sprengja springur á miðjum tónleikum breytist líf þeirra til frambúðar. Aðalhlutverk: Lysandre Ménard, Simon Morin, Pier-Gabriel Lajoie og Lévi Doré. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Í þessum þætti er rætt við Silju Báru Ómarsdóttur prófessor um öryggismál í Evrópu sem eru í brennidepli þessa dagana. Þá er einnig rætt við Johan Norberg sem er mikill talsmaður frjálsra viðskipta og alþjóðavæðingu. Hann segir að Evrópa verði að þétta raðirnar og standa vörð um gildi á borð við alþjóðahyggju og viðskiptafrelsi, nú þegar Bandaríkin virðast stefna á aukna einangrunarhyggju og haftastefnu.
Til að ræða helstu mál vikunnar koma þau Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrum þingmaður.