Fjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél.
Rebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.
Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.
Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Baldur er undarlegur unglingur sem fær það hlutverk að passa hundinn Konráð. Konráð er hins vegar talandi hundur og miklu gáfaðri en Baldur. Spurningin er þá: Hver passar hvern?
Náttúrulífsmynd frá 2022 þar sem David Attenborough velur sjö undursamlegustu söngva sem að hans mati fyrirfinnast í dýraríkinu.
Danskir ferða- og matreiðsluþættir. Sætabrauðsdrengurinn og ferðalangurinn Tobias Hamann-Pedersen leggur land undir fót og kynnist bakstri og lífi víða um heim.
Tónleikar frá árinu 2021 þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson leikur með sinfóníuhljómsveitinni Royal Concertgebouw Orchestra í Amsterdam. Á efnisskránni eru píanókonsert nr. 24 eftir Mozart og Sinfónía nr. 3 eftir Schumann. Stjórnandi er Paavo Järvi.
Íslensk heimildarmynd um uppvöxt Guðna Ingimundarsonar. Myndin segir frá fjölbreyttum störfum Guðna við verklegar framkvæmdir á Suðurnesjum um 60 ára skeið. Í bakgrunni myndarinnar birtist saga mannlífs og atvinnuhátta á Suðurnesjum stóran hluta 20. aldar. Á síðari árum hefur Guðni gert gangfærar á annað hundrað gamalla véla. Þulur: Arnar Jónsson. Leikstjóri: Guðmundur Magnússon.
Dægurmálaþættir frá 1990. Umsjón: Valgeir Guðjónsson. Stjórnandi: Eggert Gunnarsson.
Bein útsending frá árlegum nýárstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Vínarborgar, sem tileinkaðir eru Strauss-fjölskyldunni. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Riccardo Muti. Þulur er Arndís Björk Ásgeirsdóttir.
Hugrakki og uppátækjasami refurinn Pablo flyst úr sveit í borg ásamt systkinum sínum.
Víkingaprinsessan Guðrún býr úti í óbyggðum og á í sterku samband við náttúruna og dýrin.
Í þessum þáttum kynnumst við afkvæmum dýra frá mismunandi stöðum um allan heim. Við fræðumst um hvernig þau þroskast, hvernig þau sækja sér æti og svo margt margt fleira.
Við höfum séð Sebastian Klein vera bitinn, brenndan og stunginn - en nú fer hann til Afríku og kynnist áhugaverðum dýrum.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Í þættinum röltir Egill Helgason um Skólavörðuholtið í Reykjavík og ræðir sögu Skólavörðunnar.
Sýndar eru gamlar ljósmyndir af Reykjavík og svæðinu í kringum Skólavörðuholt, ljósmynd af Sigurði málara, Árna Óla.
Kristján Franklín Magnús les úr texta hans um Skólavörðuna. Einnig er birt ljósmynd af Sverri Runólfssyni sem byggði Skólavörðuna og lesið er brot úr Sjömeistarasögunni eftir Halldór Laxness og texta eftir Jón Jónsson frá Hvoli.
Dagskrárgerð: Ragnhildur Thorsteinsson.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Íslensk leikin þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga ungrar konu sem gefst aldrei upp, sama hvað á dynur.
Vigdís býr í París og gengur vel í háskólanáminu þegar örlögin banka upp á.
Heimildarmynd um hljómsveitina Purrk Pillnikk sem kom eins og vígahnöttur inn í íslenskan tónlistarheim í upphafi níunda áratugarins. Á átján mánaða ferli lék Pukkur Pillnikk ríflega sextíu lög á tæplega sextíu tónleikum. Nær öll lögin voru gefin út að undanskilinni fimm laga syrpu sem bar heitið Orð fyrir dauða og hljómaði aðeins einu sinni – á síðustu tónleikum hljómsveitarinnar. Þegar sveitin varð fertug kom hún saman á ný og tók upp verkið. Mynd eftir Kolbein Hring Bambus Einarsson og Tómas Sturluson.
Tólfta þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Þýsk kvikmynd í tveimur hlutum um blaðakonuna Alice Schwarzer og baráttu hennar fyrir réttindum kvenna, sem hófst í París á sjöunda áratug síðustu aldar og hefur staðið allt til dagsins í dag. Leikstjóri: Nicole Weegmann. Aðalhlutverk: Nina Gummich, Thomas Guené, Isabel Thierauch, Vidina Popov og Lou Strenger. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íslensk leikin þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga ungrar konu sem gefst aldrei upp, sama hvað á dynur.
A documentary about the band Purrkur Pillnikk that burst onto the Icelandic music scene in the early 1980s and changed everything. Over the span of 18 months Purrkur Pillnikk played over sixty songs at nearly sixty concerts. Almost all of their songs were published except a five-song suite titled Orð fyrir dauða, which was only performed once - at their final concert. Around the time the band turned 40 they came together again and recorded the suite. By Kolbeinn Hringur Bambus Einarsson and Tómas Sturluson.