18:13
Matargat
Hafragrautur með eplamús
Matargat

Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.

Í þessum þætti búa Ylfa og Máni til ljúffengan hafragraut með eplamús. Hollur og góður morgunverður.

Ef þú ætlar að fá þér þennan morgunmat, skaltu byrja á eplamúsinni, hún tekur lengri tíma.

Eplamús

3-4 epli

kanill eftir smekk

1/2 L vatn

Aðferð:

Eplin eru skræluð og kjarnhreinsuð og síðan skorin í grófa bita.

Settu eplabitana í pott ásamt vatni og kanil.

Eplin eru soðin í 20 mín.

Sigtaðu eplin ef það er mikill vökvi.

Músaðu eplin með töfrasprota.

Hafragrautur

(fyrir einn svangan eða tvo minna svanga)

2 dl hafrar

2 dl vatn

2 dl mjólk - hægt að nota kúamjólk, haframjólk eða möndlumjólk.

smá salt

Allt er sett í pott og soðið þar til hann er eins þykkur og þér finnst best.

Umsjón:

Ylfa Blöndal

Hilmar Máni Magnússon

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 4 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,