Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.
Bryndís Klara Birgisdóttir var kjörin manneskja ársins 2024 af hlustendum Rásar 2 í lok síðasta árs. Bryndís lést eftir fólskulega árás í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Þar bjargaði hún lífi vinkonu sinnar þegar hún togaði árásarmanninn frá henni en hlaut í kjölfarið stungusár. Fjölskylda hennar hefur lagt mikla áherslu á að minningu hennar verði haldið á lofti og að sérstakt átak þurfi til að sporna gegn ofbeldi í samfélaginu. Í Kastljósi kvöldsins var rætt um Bryndísi, átakið sem fór í gang í kjölfar andláts hennar, og verkefnin framundan sem tengjast því, við þau Guðrúnu Ingu Sívertsen, skólastjóra Verzlunarskóla Íslands, Kristínu Sölku Auðunsdóttur æskuvinkonu Bryndísar og Guðna Má Harðarson, prest í Lindakirkju og fjölskylduvin til áratuga.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Mosfellsbæjar og Hafnar í Hornafirði. Fyrir hönd Hornafjarðar keppa Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur, Sigurður Örn Hannesson héraðsskjalavörður og Lena Hrönn Marteinsdóttir nemi í HÍ. Fyrir hönd Mosfellsbæjar keppa Sigrún Hjálmtýsdóttir söngbóndi, Bjarki Bjarnason fæst við kennslu og ritstörf og Sigurður Geir Tómasson útvarpsmaður.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.e.
Hvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.
Þau elska mæður sínar, en þeim liggur ýmislegt á hjarta sem þau hafa ekki haft orð á fyrr en nú. Norskir þættir þar sem fólk ræðir við mæður sínar og fær svör við stórum spurningum.
Franskir heimildarþættir sem fjalla um sögu hljóðs og hljóðfæra.
Sænsk þáttaröð í þremur hlutum um mataræði og kúra. Í þáttunum er ferns konar mataræði prófað á fjórum pörum og fylgst með því hvaða áhrif mataræðið hefur á líkamlega heilsu þeirra.
Norskir gamanþættir teknir upp í Karls Jóhanns-götu í Osló. Þar getur næstum allt gerst og fólkið á götunni lendir óvart í sjónvarpinu.
Abbe getur stöðvað tímann þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og hann vill. Þegar foreldranir hlusta ekki, stóri bróðir er alveg sama og heimurinn er ósanngjarn þá hrópar Abbe STOPP og þá stöðvast allt. Nú er það hann sem ræður.
Rýmið til í stofunni og búið ykkur undir sveifluna. Allir geta dansað með í DaDaDans. Einfaldir dansar við skemmtilega íslenska tónlist.
Danshöfundur: Sandra Ómarsdóttir
Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Hér stíga api, hæna og kanína flott dansspor við lagið Dönsum eins og hálfvitar með Friðriki Dór.
Dansarar eru Arnaldur Halldórsson, Una Lea Guðjónsdóttir og Rut Rebekka Hjartardóttir.
Danshöfundur: Sandra Ómarsdóttir
Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem farið verður yfir helstu skandala og atvik ársins. Þar fáum við að sjá vel valin innsend atriði frá krökkum í bland við önnur atriði.
Krakkaskaupið 2024 er skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem unga kynslóðin gerir upp árið. Leikstjóri: Árni Beinteinn
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Talsett teiknimynd frá 2019. Systurnar Anna og Elsa halda í ævintýralegan leiðangur ásamt Kristjáni, hreindýrinu Sveini og snjókarlinum Ólafi í leit að uppruna töframáttar Elsu. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin.
Heimildarþættir sem fjalla um tónlistarmyndbönd nokkurra af stærstu poppstjörnum heims. Rætt er við leikstjóra, danshöfunda, gagnrýnendur og listafólkið sjálft.
Sænsk kvikmynd frá 2022 í leikstjórn Rubens Östlund. Ofur-ríkt ungt par á uppleið í módelbransanum fær tækifæri til að dvelja á skemmtiferðaskipi þar sem dýr föt, yfirgengilegir málsverðir og stéttaskipting ræður ríkjum. Þegar skipið strandar og skipverjar flýja upp á eyju breytist allt. Aðalhlutverk: Thobias Thorwid, Harris Dickinson og Charlbi Dean.
Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.