Dídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Rætt er um fátækt og sárafátækt í heiminum og á Íslandi og hvernig við getum unnið okkur upp úr henni í sameiningu. Það sem er svo frábært við heimsmarkmiðin er að þau tengjast innbyrðis svo ef við tryggjum t.d. menntun fyrir alla sem, er markmið fjögur, þá minnkar fátækt og hungur í heiminum. Við ræðum við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands og færumst nær heimshetjunni.