Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í aðdraganda kosninga hefur Kastljós fjallað um helstu málaflokkana sem tekist er á um. Að þessu sinni er ljósinu beint að velferðarmálum sem er einn stærsti málaflokkur ríkisins þegar litið er til útgjalda. Hann nær yfir líf okkar allra frá vöggu til grafar og spurningin er hvernig íslenskt samfélag stendur sig í samanburði við nágrannaþjóðirnar.
Viktoría Hermannsdóttir hefur tekið forystufólk allra flokka í viðtal fyrir kosningar þar sem reglan er að bannað er að tala um pólitík. Í kvöld er það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem opnar sig meðal annars um barnæskuna og söfnunaráráttuna.
Bresk leikin þáttaröðin um hina litríku og lífsglöðu Larkin-fjölskyldu. Þættirnir gerast í Kent-sýslu á Englandi um 1950 og eru byggðir á sígildri sögu H. E. Bates, The Darling Buds of May, eða Maíblómin.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Vika er langur tími í pólitík en það er ennþá minni tími til stefnu þar til Íslendingar ganga að kjörborðum á laugardag. Skoðanakannanir benda til stjórnarflokkarnir gjaldi afhroð, líkt og vinstri stjórnin gerði 2013. En það er alls óvíst að auðvelt verði að mynda ríkisstjórn úr minna en fjórum flokkum.
Við spáum í spilin með reyndum greinendum. Gestir Silfursins eru Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri Þjóðmála, Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri á Heimildinni, Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri á RÚV, og Þórhallur Gunnarsson, almannatengill og annar umsjónarmanna hlaðvarpsins Bakherbergið.
Stuttir norskir þættir þar sem fólk ræðir alls kyns málefni yfir hádegismatnum.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.e.
Íslensk heimildarmynd um ferð Guðna Th. Jóhannessonar, þáverandi forseta Íslands, á þungarokkshátíðina Wacken í Þýskalandi árið 2023. Hátíðin er ein sú stærsta og sögufrægasta sinnar tegundar. Íslenskar þungarokksveitir hafa verið aufúsugestir á hátíðinni um árabil og árið 2023 var þar engin undantekning. Fjórar annálaðar sveitir léku á hátíðinni, Skálmöld, Sólstafir, The Vintage Caravan og Krownest. Guðna þótti við hæfi að heiðra sveitirnar með nærveru sinni. Hann var heiðursgestur á hátíðinni og eini þjóðarleiðtoginn á staðnum. Ólafur Páll Gunnarsson fylgdi Guðna og sveitunum á hátíðina. Dagskrárgerð: Ólafur Páll Gunnarsson, Ívar Kristján Ívarsson og Jóhannes Tryggvason.
Heimildarþættir frá 2023 um sögu raftónlistar á Norðurlöndunum. Norræn raftónlist hefur notið vinsælda víðs vegar um heiminn síðan á níunda áratug síðustu aldar og hún hefur átt stóran þátt í að móta senuna. Fjallað er um tónlistarfólk eins og Björk, Röyksopp, Kygo, Aqua og E-Type.
Heilinn er undarlegt fyrirbæri. Hægt er að hafa áhrif á hann og hegðun fólks með mismunandi hætti. Sjónhverfingarmanninum og dáleiðandanum Jan Hellesøe er fylgt eftir í þessum fróðlegu dönsku þáttum.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Róbert og hvolparnir mæta nýjum áskorunum og sanna enn og aftur að ekkert verkefni er of stórt fyrir litla hvolpa.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Viðtalsþættir þar sem rætt er við forystufólk flokka í framboði til alþingiskosninga.
Dagskrárliður er textaður með sjálfvirkri textun í beinni útsendingu.
Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, situr fyrir svörum um störf sín og stefnumál.
Ný bresk heimildarþáttaröð þar sem arkitektinn og sjónvarpsmaðurinn George Clarke ferðast um Bandaríkin og kynnir sér einkenni bandarískrar hönnunnar.
Sænskir þættir frá 2023. Hversu oft spyrjum við bestu vini okkar mikilvægra spurninga? Tveir bestu vinir svara spurningum um hvor annan og ræða saman á einlægan hátt.
Stuttir breskir gamanþættir frá 2022 eftir Dylan Moran. Parið Dan og Carla stendur á tímamótum. Dan var nýlega sagt upp störfum og Carla veltir fyrir sér hvort lífið hafi ekki upp á meira að bjóða. Aðalhlutverk: Dylan Moran og Morgana Robinson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Danskir spennuþættir um hóp rannsóknarblaðamanna sem starfar við margverðlaunaðan og farsælan fréttaskýringaþátt í sjónvarpi. Það er orðið heldur langt síðan þátturinn hefur opinberað stórt mál og nú ógnar breytt fjölmiðlalandslag tilvist hans. En þegar ristjóranum Liv berst nafnlaus ábending fara hjólin að snúast og fyrr en varir flækjast hún og teymið hennar inn í efstu lög danskra stjórnvalda. Aðalhlutverk: Mille Dinesen, Søren Malling, Lila Nobel og Afshin Firouzi. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Dramatískir gamanþættir frá BBC. Lífið getur verið strembið fyrir unglækna á fæðingardeild á erilsömu sjúkrahúsi í London. Þeir reyna að samræma einkalífið og vinnuna þar sem stutt er milli hláturs og gráts. Aðalhlutverk: Ben Whishaw, Ambika Mod og Rory Fleck Byrne. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.