Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura gleymdu sér smá í leik og eru búin að drasla dálítið mikið til. Þá er kominn tími til að taka saman.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura eru að gista saman heima hjá Þorra en Þorri á erfitt með að sofna.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura geta ekki sofið fyrir óveðri – en svo er bankað á dyrnar. Hver ætli sé að koma svona seint?
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi Strútapabbi, dulbúinn sem jólasveinn ætlar að færa börnum sínum gjafir þegar krákur ræna öllum gjöfunum! Hann verður að bjarga gjöfunum og jólunum um leið!
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Braga Valdimars Skúlasonar og Vigdísar Hafliðadóttur. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Agnes Wild, Sigrún Harðardóttir, Edda Arnljótsdóttir og Örn Árnason.
Bein útsending frá blaðamannafundi þar sem ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er kynnt.
Jón Ólafsson, tónlistarmaður, fær til sín þekkt tónlistarfólk á aðventunni og leikur með þeim jólalög.
Gestir Jóns í þættinum eru Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, og Stefán Hilmarsson. Stjórn upptöku: Rúnar Freyr Gíslason.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir í jólaþætti Vikunnar eru Egill Helgason, Una Torfa, Hannes Þór, Nína Dögg, Gísli Örn, Logi Pedro og Unnsteinn Manuel.
Guðný Ljósbrá framreiðir dýrindis mat og drykki fyrir gesti.
Retro Stefson tóku lagið Kimba í upphafi þáttar og enduðu síðan þáttinn á Klukknahreim.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í þessari síðustu Kilju fyrir jól verður farið vestur á Rauðasand og spjallað við Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing um Dauðadóminn. Það er bók sem hún hefur skrifað um örlög Bjarna Bjarnasonar á Sjöundá sem var tekinn af lífi fyrir morð árið 1805. Steinunn hefur ýmsar efasemdir um þetta fræga sakamál. Stefán Máni segir frá spennusögu sinni Dauðinn einn var vitni og Benný Sif Ísleifsdóttir ræðir um nýja skáldsögu sína sem nefnist Speglahúsið. Kafalda er skáldsaga eftir Úlfar Þormóðsson, hrollvekja sem gerist í náinni framtíð - hann segir okkur frá henni. Þá er að nefna Einar Örn Gunnarsson með smásagnasafnið Krydd lífsins og Hildi Knútsdóttur með ungmennabókina Kaisu og Magdalenu. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Syni himnasmiðs eftir Guðmund Andra Thorsson, Dótarímur eftir Þórarin Eldjárn, Moldina heita eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur og Gólem eftir Steinar Braga.
Upptaka frá jólaballi SÁÁ fyrir alla fjölskylduna. Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson taka á móti góðum gestum í Norðurljósasal Hörpu og hver veit nema jólasveinarnir kíki í heimsókn? Börn og foreldrar eru hvött til að taka þátt heima í stofu og dansa í kringum jólatréð. Stjórn útsendingar: Kristinn Brynjar Pálsson.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessum þætti sjáum við Stúf baða sig í sviðsljósinu á Akureyri.
Elísa er á leið í jólaboð með pabba sínum þegar þau festa bílinn sinn í drullu. Það lítur út fyrir að þau þurfi að eyða jólunum saman í bílnum, en inni í skóginum stendur kofi einn. Ætli þar sé einhver sem getur hjálpað þeim? Leikarar: Örn Árnason, Jóhann Axel Ingólfsson og Margrét Lára Rúnarsdóttir. Leikstjórn: Agnes Wild. Framleiðandi: Hekla Egilsdóttir.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Eysteinn opnar möndlugjöfina sína og Þura dregur Þorra inn í herbergi til að hitta Ljós.
Talsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Bjarmi þarf að gera heimaverkefni um það sem honum þykir áhugavert og ákveður að búa til myndband um skólahljómsveitina í skólanum sínum.
Í þessum síðasta þætti Skólahljómseitarinnar, kynnast þau Bjarmi og Alda básúnu leikaranum Leo Halldórssyni. Hann sýnir þeim hvernig maður spilar á blásturhljóðfæri án takka.
Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Bresk þáttaröð um dýralæknastofu í Yorkshire á fjórða áratugnum. Þættirnir byggjast á bókum eftir Alf Wight sem skrifaði undir nafninu James Herriot. Aðalhlutverk: Nicholas Ralph, Anna Madeley og Samuel West.
Bandarísk jólamynd frá 2015 með Diane Keaton og John Goodman í aðalhlutverkum. Fjórir ættliðir Cooper-fjölskyldunnar koma saman í von um að eyða saman hinu fullkomna aðfangadagskvöldi. En leyndarmál og óvæntar uppákomur setja strik í reikninginn. Leikstjóri: Jessie Nelson.
Upptaka frá jólatónleikum Gauta Þeys Mássonar sem haldnir voru í Háskólabíói í desember 2023. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum ásamt Gauta eru Sigga Beinteins, Steindi og Tvíhöfði. Einnig verður aðstoðarmaður Gauta, innáleiðarinn Emil Alfreð, á sínum stað. Stjórn upptöku: Gísli Berg. Framleiðsla: RÚV og Emmsjé Gauti. Þátturinn er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Ann Cleeves um Veru Stanhope rannsóknarlögreglukonu á Norðymbralandi. Aðalhlutverk: Brenda Blethyn og Jon Morrison. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Bein útsending frá blaðamannafundi þar sem ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er kynnt.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.