17:30
Gulli byggir
Gulli byggir

Þáttaröð þar sem Gunnlaugur Helgason húsasmiður leiðir áhorfendur í allan sannleika um hver fyrstu skrefin eru þegar taka á húsnæði í gegn. Gulli hefur verið fengin til þess að koma lagi á kjallara í 65 ára gömlu húsi í Reykjavík. Óþefur og ýmis konar skordýr hafa hrjáð þá sem kjallarinn hefur hýst um nokkurn tíma og greinilegt er að húsið er komið á tíma. Undir leiðsögn Gulla og fagmanna á hverju sviði vinna íbúar og eigendur húsnæðisins, ásamt vinum og ættingjum að breytingunum. Dagskrárgerð: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Framleiðandi: Krummafilms.

Hvað leynist í veggjunum? Þegar Gulli Helga og félagar byrja að rífa niður veggi og slípa gólf kemur í ljós skemmd á milli hæða. Þar hefur greinilega verið leki og nú gefur að líta morkið timbur og myglusvepp sem koma verður böndunum yfir.

Er aðgengilegt til 28. ágúst 2024.
Lengd: 27 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,