12:30
Sporið
Sporið

Íslensk þáttaröð í sex hlutum um dans. Þar er leitað svara við spurningum um hvers vegna fólk dansar, hvernig dansgleðin kviknar og hvers vegna sumir fæðast flinkir dansarar en aðrir taktlausir flækjufætur. Farið verður yfir sögu dansins á Íslandi, mismunandi danstegundir kannaðar og við kynnumst því hvernig dansinn brýst fram á ólíklegustu stöðum. Umsjón: Guðrún Sóley Gestsdóttir. Framleiðsla: Skot.

Tvist, diskó, rokk og breik. Reglulega grípur um sig dansæði sem fær alla heimsbyggðina til að stíga í takt við sömu tónlist. Ísland lætur ekki sitt eftir liggja og við tökum kröftugan þátt í nýjustu dansbylgjunum. Í þessum þætti kynnumst við stærstu dansæðunum á Íslandi, rifjum upp gamla takta og kynnumst goðsögnum á borð við Sæma Rokk, Freestyle-Elmu Lísu og Stefán Baxter breikara.

Er aðgengilegt til 19. ágúst 2024.
Lengd: 27 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,