
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.

Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.

Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.

Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er að útbúa eftirrétt fyrir börnin sín þegar það yngsta stelur hráefnunum. Eddi verður að ná því aftur svo allt húsið og börnin festist ekki í hlaupi.

Töfratú er fantasíuland dásamlegra álfa og hafmeyja þar sem raunveruleg viðfangsefni á borð við systkinaerjur, sanngirni og sjálfstraust eru könnuð nánar.

Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?

Skemmtilegir þættir um hina ástsælu Múmínálfa Tove Jansson og ævintýri þeirra.

Marri leirkall og vinir hans eru afar uppátækjasamir og í þessum þáttum lenda þeir í háskalegum ævintýrum þar sem þeir búa. Heimkynni þeirra eru fremur óvenjuleg, en þeir búa á borðplötu.

Hrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum.
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.

Sænskir þættir frá 2023. Sagnfræðingurinn Martin Rörby og fréttakonan Anita Färingö skoða áhugaverðar byggingar víðs vegar um Svíþjóð.

EM í frjálsíþróttum innanhúss í Hollandi.

Beinar útsendingar frá bikarkeppninni í blaki.
Leikur Þróttar og KA í bikarúrslitum karla í blaki.

Beinar útsendingar frá bikarkeppninni í blaki.
Leikur KA og HK í bikarúrslitum kvenna í blaki.

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti fara Erlen og Lúkas í heimsókn á Árnastofnun til að skoða eeeeldgömul handrit sem eru búin til úr kálfsskinni. Þau skella sér líka í heimsókn í Safnahúsið og fá að prófa að skrifa með fjaðurpenna á skinn. Í Málinu mætast liðin Málverjar og Guðgrét í skemmtilegri keppni. Í þættinum Tilfinningalíf skoða Sölvi og Júlía tilfinninguna Kvíði og hvernig hægt er að láta sér líða betur ef maður finnur fyrir kvíða.
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Hljómsveitin í Stundinni rokkar fjallar um ýmis tæki og tól sem hljómsveitir nota og við kynnumst henni Aldísi, söngkonu með meiru, aðeins betur.
Hljómsveitin flytur ábreiðu af laginu 123 forever, eftir hljómsveitina Apparat organ kvartet. Hljómsveitarmeðlimir: Aldís María Sigursveinsdóttir, Fatíma Rós Joof, Hilmir Þór Snæland Hafsteinsson og Sigurður Ingvar Þórisson. Saxófón leikari: Birkir Blær Ingólfsson. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.

Ólöf Sverrisdóttir les sögur og ævintýri fyrir krakkana sem koma í heimsókn í Sögubílinn.
Sóla dóttir Grýlu er sofandi í Æringja og krakkarnir koma inn. Krummi er líka kominn í heimsókn. Hún vaknar og bíður krakkana velkominn. Sóla kíkir í bókina "Arngrímur apaskott og fiðlan" og segir lítillega frá sögunni. Sóla kynnir Kára krumma og segir krökkunum að Kári sé annað orð yfir vind/rok. Í lokin syngja Sóla og krakkarnir krummavísur.
Leikari og handritshöfundur: Ólöf Sverrisdóttir.
Börnin heita Aþena Þóra Mikaelsdóttir, Kolbrún Sara Haraldsdóttir, Gunnar Freyr Gunnarsson, Hildur Kaldalóns Björnsdóttir, Guðríður Jóhannsdóttir, Kristrún Birgisdóttir og Saga Rún Vilhjálmsdóttir.

Stuttir þættir þar sem Hrúturinn Hreinn og vinir hans fara á kostum.

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Ég er með Vestfirði, mitt svæði nær allt frá bæjunum við Borðeyri og inn í Þorskafjörð og það er sirka vikulangt ferðalag,“ segir Þorsteinn Davíð Stefánsson, ísbílstjóri á Vestfjörðum. Þetta er þriðja sumarið sem að hann ekur ísbílnum. Þótt ísbíllinn sé jafnan með ákveðnum greini þá ekur ísbílafloti um allt land og fer eftir ströngu leiðakerfi.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Breskar spennumyndir fyrir alla fjölskylduna um ævintýri fjögurra krakka og hundsins þeirra. Myndirnar eru lauslega byggðar á Fimm-bókunum eftir rithöfundinn Enid Blyton. Aðalhlutverk: Diaana Babnicova, Kit Rakusen, Flora Jacoby Richardson og Elliott Rose.
Þegar verðmætri vél í eigu föður Georgs er stolið enda þau Georg, Júlli, Jonni og Anna ásamt hundinum Tomma í ævintýralegri lestarferð alla leið til Skotlands. Leikstjóri: Asim Abbasi.

Rómantísk kvikmynd frá 2016 um hjónin John og Abby sem hafa ákveðið að skilja. Þegar þau komast að því að dóttir þeirra ætlar að gifta sig ákveða þau að setja sín eigin áform til hliðar þar til eftir brúðkaupið. Leikstjóri: Mike Rohl. Aðalhlutverk: Jennie Garth, Dan Payne og Chanelle Harquail-Ivsak.

Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lögreglufulltrúi glímir við morðgátur í ensku þorpi. Meðal leikenda eru Neil Dudgeon og Nick Hendrix. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sannsögulegir breskir sakamálaþættir frá 2021. Þrettán árum eftir morðið á hinum átján ára Stephen Lawrence berjast foreldrar hans enn fyrir réttlæti honum til handa. Rannsóknarlögreglumaðurinn Clive Driscoll er sannfærður um að hægt sé að leysa málið þrátt fyrir andstöðu innan lögreglunnar. Aðalhlutverk: Sharlene Whyte, Steve Coogan og Hugh Quarshie. Leikstjóri: Alrick Riley. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Beinar útsendingar frá HM í skíðagöngu.
Keppni í 50 km skíðagöngu karla á HM í skíðagöngu.

EM í frjálsíþróttum innanhúss í Hollandi.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.