13:55
Guðrún Bjarnadóttir
Guðrún Bjarnadóttir

Guðrún Bjarnadóttir fæddist árið 1942 og var valin alheimsfegurðardrottning árið 1963, fyrst íslenskra kvenna. Guðrún ólst upp í Ytri-Njarðvík. Eftir að hún varð fegurðardrottning starfaði hún sem ljósmyndafyrirsæta á sjöunda áratugnum og komst í kynni við heimsfrægt fólk í kvikmyndaiðnaði, tískugeiranum og á sviði lista og stjórnmála. Líf hennar hefur alla tíð verð sveipað dulúð. Nú stendur hún á sjötugu og í myndinni lítur hún yfir farinn veg, bernskuárin í Njarðvík, árið sem hún var alheimsfegurðardrotting, glamúrárin í tískuheiminum og líf hennar í París þar sem hún hefur búið í áratugi.

Dagskrárgerð: María Sigrún Hilmarsdóttir og Guðmundur Bergkvist.

Textað á síðu 888 í Textavarpi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 56 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,