Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Áherslur stjórnvalda í stuðningsaðgerðum fyrir Grindvíkinga voru kynntar í gær, uppbygging bíður um sinn, stjórnvöld kaupa ekki atvinnuhúsnæði í bænum og húsnæðisstuðningur fellur niður. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Hollvinafélags Grindavíkur og Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar ræða áhrif þessara áherslubreytinga.
Ágúst Kristinn Eðvarðsson heldur úti geysivinsælum reikningi á TikTok þar sem hann kennir fylgjendum að ilma vel, en hann er sérfræðingur á sviði vellyktandi.
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Lið Álftaness og Borgarbyggðar eigast við í 16 liða úrslitum.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Jörð skelfur í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi. Kveikur spyr hvort gæti gosið þar og skoðar sögu eldvirkni á Snæfellsnesgosbeltinu.
Í seinni hluta þáttarins er fjallað um hávaða í nýbyggingum sem standa við miklar umferðargötur. Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að hann geti skaðað heilsu fólks.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs. Í þessum þætti hugar Ida að andlegri heilsu og leitar ráða til að draga úr streitu.
Íslensk þáttaröð sem fjallar um ævina frá upphafi til enda. Einblínt er á eitt æviskeið í einu og skoðað hvað hver kynslóð er að fást við. Sagðar eru sögur af fólki á öllum aldri og tekist á við stórar spurningar. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.
Í þessum þætti er fjallað um miðjan aldur. Af hverju er alltaf talað eins og það sé alveg glatað að vera miðaldra? Er þetta ekki einmitt aldurinn þar sem margir endurheimta frelsi og tíma - og fá rýmri fjárráð, eftir að hafa komið börnum til manns. Tíminn þar sem fólk er orðið uppfullt af reynslu og þekkingu; veit hvað það vill og hvað það getur? Er þetta mögulega besta tímabil ævinnar? Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.
Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Áhorfendum er boðið að fylgjast náið með nokkrum framúrskarandi listamönnum sem veita innsýn í eigin sköpunarferli, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Um hvað snýst myndlist í upphafi 21. aldar? Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Í þættinum kynnumst við listamönnunum Agli Sæbjörnssyni og Rebeccu Erin Moran. Rebecca fæst við að yfirfæra stafrænt umhverfi í handgerða kvikmynd og Egill breytir deigi í húsgögn. Dagskrárgerð: Dorothee Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Ferðaþættir í umsjá Brynhildar Ólafsdóttur og Róberts Marshall þar sem þau fara með landsþekkta Íslendinga í svaðilför um ósnortna náttúru Íslands.
Í fyrsta þætti Úti siglum við á kajak um Langasjó með leikkonunum Sögu Garðarsdóttur og Steineyju Skúladóttur ásamt fríðu föruneyti. Slegið var upp tjöldum í einni af eyjum Langasjávar, sem einmitt hlaut nafnið Steiney eftir þessa för. Við förum einnig með nokkrum fjölskyldum í tveggja daga gönguferð um Kerlingarfjöll.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld ætlum við að kynna okkur fræverkun á Rangárvöllum, kíkjum Austur á Ellu í Óbyggðasetrin, lyftum lóðum í gamalli skólastofu í Grímsey og hoppum og skoppum á hobbýhestamótinu á Húsavík.

Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Við skulum hreyfa okkur saman eins og kisan. Við kynnumst kisunni og hennar hæfileikum.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Skaparar og keppendur eru: Dóra Björg Brynjudóttir og Gunnar Davíðsson og búa þau til farartæki á 10 mínútum. Ætli þau fljúgi, keyri eða hjóli í burtu?
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir ætlar að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í kjölfar frétta um að hún hafi eignast barn með unglingspilti fyrir 36 árum. Maðurinn segist hafa verið ólögráða þegar samband þeirra hófst og að Ásthildur Lóa hafi komið í veg fyrir að hann hafi fengið að umgangast barnið. Ásthildur Lóa segir frá sinni hlið málsins í viðtali í Kastljósi.
Hans Lejtens, framkvæmdastjóri Frontex fundaði með dómsmálaráðherra og fulltrúum ríkislögreglustjóra í vikunni um frekara samstarf. Frontex sér um eftirlit með ytri landamærum Schengen-svæðisins, sem Ísland er hluti af. Stefnt er að því að meira en þrefalda landamæravörðum á næstu árum en metfjöldi flóttamanna hefur streymt til Evrópu undanfarin ár. Lejtens ræddi við Kastljós um helstu áskoranir landamæra eftirlits.
Er agaleysi vandamál í íslenskum skólum? Um það verður rætt í umræðuþættinum Torgið á þriðjudag. Við glöggvum okkur á stöðu mála.
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Á tímabilinu 2004-2006 voru fjögur hólf í hjörtum þjóðarinnar og þau voru frátekin fyrir þær Klöru, Ölmu, Steinunni og Emilíu sem skipuðu stúlknahljómsveitina Nylon. Þær áttu sviðið og nýttu ýmsa miðla svo sem raunveruleikaþætti, myndbönd og útitónleika til að næra þjóðina með tónlist sinni og útgeislun. Ekkert hnýtir þennan einstaka tíma betur saman en sambandsslitaneglan Losing a friend sem kom út undir lok tímabilsins, árið 2006. Við sögu koma marmaraflísar Verzlunarskólans, hugleiðingar um vináttuna og margt fleira. Fílun er framkvæmd af Snorra Helgasyni og Bergi Ebba. Með gæðastjórn fer Sandra Barilli.
Úkraínsk spennuþáttaröð. Þegar þrjár ungar stúlkur finnast látnar með stuttu millibili í borginni Osijek í Króatíu ákveða tveir rannsóknarlögreglumenn og tveir blaðamenn að hjálpast að við að leysa málin, en rannsókn málsins leiðir þau á hættulegar slóðir. Aðalhlutverk: Kseniia Mishyna, Goran Bogdan og Darko Milas. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Önnur þáttaröð þessara skosku spennuþátta. Lögfræðingurinn Max er laus úr fangelsi og fallinn í ónáð. Hann grunar alla um græsku og ekkert er eins og það sýnist. Aðalhlutverk: Mark Bonnar, Emun Elliot og Henry Pettigrew. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.