21:10
Fílalag (2 af 8)
Nylon - Losing a Friend
Fílalag

Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.

Á tímabilinu 2004-2006 voru fjögur hólf í hjörtum þjóðarinnar og þau voru frátekin fyrir þær Klöru, Ölmu, Steinunni og Emilíu sem skipuðu stúlknahljómsveitina Nylon. Þær áttu sviðið og nýttu ýmsa miðla svo sem raunveruleikaþætti, myndbönd og útitónleika til að næra þjóðina með tónlist sinni og útgeislun. Ekkert hnýtir þennan einstaka tíma betur saman en sambandsslitaneglan Losing a friend sem kom út undir lok tímabilsins, árið 2006. Við sögu koma marmaraflísar Verzlunarskólans, hugleiðingar um vináttuna og margt fleira. Fílun er framkvæmd af Snorra Helgasyni og Bergi Ebba. Með gæðastjórn fer Sandra Barilli.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 24 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,