Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Til stendur að skattleggja innlendar og erlendar efnisveitur til að styrkja framleiðslu á innlendu efni og verja íslenska tungu. Lengi hefur verið rætt um slíkar aðgerðir en dugar þetta til? Rætt við Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála.
Hver eru helstu vorverkin í garðinum sem huga þarf að þessa dagana? Kastljós ræddi við Hörð Helga Hreiðarsson garðyrkjumann.
Gufuböð eru ómissandi liður í hátíðarhöldum Finna. Hvernig eru gufubaðssiðir Finna í dag? Af hverju hafa konur sérstakan áhuga á gufubaði? Hvað þýðir gufubaðið fyrir Finna? Stuttur heimildarþáttur um gufubaðshefðir Finna.
Spurningakeppni framhaldsskólanna þarf vart að kynna og einkennist af stemningu, spennu og virkri þátttöku allra í salnum. Spyrill er Björn Bragi Arnarsson, spurningahöfundar og dómarar eru þau Bryndís Björgvinsdóttir, Vilhelm Anton Jónsson og Sævar Helgi Bragason. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Bein útsending frá fyrri undanúrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna. Spyrill er Björn Bragi Arnarsson, spurningahöfundar og dómarar eru þau Bryndís Björgvinsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Tekið er á móti góðum gestum í sjónvarpssal, slegið á létta strengi, stiginn dans og sungið. Hljómsveit: Ásgeir Óskarsson, Finnbogi Kjartansson, Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Guðjónsson. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. Umsjónarmaður: Hermann Gunnarsson.
Tónlistarþættir þar sem Jón Ólafsson píanóleikari spjallar við dægurlagahöfunda og tónlistarmenn og tekur með þeim lagið. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Gestur í þessum þætti er Eyjólfur Kristjánsson.
Heilinn er undarlegt fyrirbæri og hægt að hafa áhrif á hann og hegðun einstaklinga með mismunandi hætti. Fræðandi, danskur þáttur þar sem sjónhverfingarmanninum og dáleiðandanum Jan Hellesøe er fylgt eftir.
Sænskir þættir um fólk sem stundar handverk af ýmsu tagi.
Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi finnur skál af ógeðslegum afgöngum í ísskápnum. Dóttir hans vill ólm smakka úr skálinni en Eddi vill það alls ekki, því hún gæti breyst í skrímsli!
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Sextán ára sauðfjárbóndi 2. Forsetaframbjóðendur 3. Krakkaskýring: Örnefni
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Saksóknari hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum hefur farið fram á að gefin verði út handtökuskipun á hendur leiðtoga Hamas og Ísrael, þar á meðal forsætisráðherra, vegna gruns um stríðsglæpi. Málið hefur vakið sterk en ólík viðbrögð. Bandaríkjamenn segja handtökuskipunina á hendur forsætisráðherra Ísraels svíðvirðilega en þrjú Evrópuríki ákváðu í framhaldinu að tilkynna að þau ætli að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Við fórum yfir málið með Þórdísi Ingadóttur, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Sænskir heimildarþættir frá 2022 þar sem farið er yfir tískusögu Svíþjóðar frá 1960 til dagsins í dag. Auk þess er fjallað um þekktustu fatahönnuði landsins. Í hverjum þætti er einn áratugur tekinn fyrir.
Þýskir dramaþættir frá 2022. Christine er dansari í Friedrichstadt-Palast-leikhúsinu í Austur-Berlín árið 1988. Þegar hún kemst óvænt að því að hún á tvíburasystur frá Vestur-Þýskalandi vakna ýmsar spurningar. Í von um að komast að uppruna sínum ákveða þær að skiptast á hlutverkum. Aðalhlutverk: Luise Befort, Svenja Jung og Anja Kling.
Breskir heimildarþættir sem skoða kvikmyndasöguna í gegnum linsu kvikmyndagerðakvenna. Þættirnir skiptast í 40 kafla sem taka fyrir ólíkar hliðar kvikmyndagerðar og eingöngu er stuðst við dæmi úr kvikmyndum sem konur leikstýra. Sögukonur eru Tilda Swinton, Jane Fonda, Debra Winger, Adjoa Andoh, Kerry Fox, Thandie Newton og Sharmila Tagore. Leikstjóri: Mark Cousins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Heimildarþættir þar sem norrænir rannsóknarblaðamenn rannsaka það hvernig Rússar stunda njósnir á Norðurlöndunum. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Sextán ára sauðfjárbóndi 2. Forsetaframbjóðendur 3. Krakkaskýring: Örnefni
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir