13:35
Kastljós
Skattur á streymisveitur, vorverk í garðinum
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Til stendur að skattleggja innlendar og erlendar efnisveitur til að styrkja framleiðslu á innlendu efni og verja íslenska tungu. Lengi hefur verið rætt um slíkar aðgerðir en dugar þetta til? Rætt við Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála.

Hver eru helstu vorverkin í garðinum sem huga þarf að þessa dagana? Kastljós ræddi við Hörð Helga Hreiðarsson garðyrkjumann.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 16 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,