21:05
ABBA: Í blíðu og stríðu
ABBA: Against the Odds

Ný heimildarmynd sem gerð var í tilefni af að 50 ár eru liðin frá því að ABBA sigraði Eurovision með laginu „Waterloo“. Þannig hófst sigurganga sænsku hljómsveitarinnar. Fjallað er um á persónulegan hátt hvernig þau Agnetha, Björn, Benny og Anni-Frid tókust á við gagnrýni og ýmsa erfiðleika eins og hjónaskilnaði innan hljómsveitarinnar og héldu ótrauð áfram að semja tónlist, koma fram og snerta hjörtu milljóna manna með tónlist sinni. Leikstjóri: James Rogan.
Var aðgengilegt til 08. ágúst 2024.
Lengd: 1 klst. 30 mín.
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.