Bursti er forvitinn og þrjóskur broddgöltur sem býr þar sem litlir hlutir eru stórir.
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Stærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.
Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.
Fjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél.
Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.
Fjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr.
Kærulausi unglingurinn Don Diego þjálfar sig í skylmingum þar sem hann ætlar sér að takast á við það mikla óréttlætti sem samlandar hans eru beittir af ógnarstjórninnisem þar ræður ríkjum. Hann verður framúrskarandi skylmingamaður og tekursér nafnið sem mjög margir þekkja, Zorro.
Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.
Allskonar skemmtilegir og jólalegir molar úr barnaefni síðustu áratuga. Dagskrárgerð: Karl Pálsson
Árið 2023 var stórfurðulegt, lærdómsríkt, fyndið og dramatískt. Fréttamenn KrakkaRÚV fara hér yfir það sem stóð upp úr á þessu eftirminnilega ári.
Talsett fjölskyldumynd frá 2009. Artúr fær neyðartilkynningu um að Selenia prinsessa sé í mikilli hættu. Hann leggur strax af stað til að hjálpa henni en þegar hann mætir í land Mínímóanna kemur í ljós að hann hefur verið blekktur og það var ekki Selenia sem sendi honum neyðarboðið. Aðalhlutverk: Freddie Highmore.
Heimsleikar Special Olympics fóru fram í Berlín í júní 2023. Þrjátíu Íslendingar kepptu í tíu íþróttagreinum. Meðal viðstaddra voru Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Magnús Orri Arnarson úr sjónvarpsþáttunum Með okkar augum og þau fönguðu stemninguna á mótinu með sínum hætti.
Katrín Guðrún og Magnús Orri fanga stemninguna á meðal 30 íslenskra þátttakenda í aðdraganda keppninnar.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir Ársins með Gísla Marteini eru Bergsteinn Sigurðsson, Grétar Sveinn Theodórsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristrún Frostadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson
Guðmundur Felixson, Sandra Barilli og Vigdís Hafliðadóttir.
Auk þess sviptum við hulunni af manneskju og viðburði ársins.
Dómnefnd Vikunnar valdi Skína sem lag ársins og var það flutt í þættinum.
Berglind ræðir við Völvu Vikunnar með Gísla Marteini og fær góða gesti til að bregðast við spá hennar.
Hafdís Huld endar þáttinn með fallegum flutningi á laginu Hin gömlu kynni.
Heimildarmynd frá 2022 um hina vinsælu sjónvarpsþætti um Martin lækni sem kveður skjáinn eftir tíu þáttaraðir og 18 ár. Skyggnst er á bak við tjöldin við gerð síðustu þáttaraðarinnar og fjallað er um langlífi þáttanna og miklar vinsældir víðs vegar um heiminn. Leikstjóri: Stuart Orme.
Dönsk fjölskyldumynd frá 2021 sem gerist í náinni framtíð, þar sem loftslagsvandinn hefur verið leystur og allir eiga sín eigin vélmenni sér til aðstoðar. Alberte er einmana 12 ára stúlka sem fær Konráð, nýjasta vélmennið á markaðnum, í afmælisgjöf. Konráð lítur út og hagar sér alveg eins og alvöru manneskja og með tímanum finnst Alberte hún tengjast honum raunverulegum tilfinningaböndum - en er hægt að mynda alvöru vinskap við vélmenni? Leikstjóri: Frederik Nørgaard. Aðalhlutverk: Selma Iljazovski, Philip Elbech, Lise Baastrup, Kristian Ibler og Lars Brygmann.
Talsett teiknimynd frá 2011. Árið er 1910 og skrímsli leikur lausum hala í Parísarborg. Það er í höndum vinanna Emils og Raúls að hafa hendur í hári þess. Skrímslið reynist hins vegar vera ofvaxin og meinlaus fló og vinirnir slást í för með söngkonunni Lucille og sérvitrum vísindamanni til þess að bjarga því frá metorðagjörnum lögreglustjóra.
Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem farið verður yfir helstu skandala og atvik ársins. Þar fáum við að sjá vel valin innsend atriði frá krökkum í bland við önnur atriði. Dagskrárgerð: Árni Beinteinn Árnason.
Árið 2023 var stórfurðulegt, lærdómsríkt, fyndið og dramatískt. Fréttamenn KrakkaRÚV fara hér yfir það sem stóð upp úr á þessu eftirminnilega ári.
Ávarp forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Ávarpið er táknmálstúlkað.
Íþróttafréttamenn RÚV fara yfir það sem bar hæst á íþróttaárinu.
Ómissandi endapunktur sjónvarpsársins. Einvalalið leikara og skemmtikrafta rýnir í fréttir, viðburði og uppákomur ársins. Höfundar í ár eru Benedikt Valsson, Fannar Sveinsson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson og Þorsteinn Guðmundsson. Framleiðsla: Pera Production ehf
Samantekt frá sumartónleikum RÚV og Rásar 2 sem fóru fram í öllum landshlutum árið 2021. Á hverjum stað héldu þjóðþekktir gestasöngvarar uppi fjörinu ásamt húsbandinu góða, Albatross. Dagskrárgerð: Ragnar Santos.
Iceland's iconic end-of-year comedy show. Some of the country's most talented comedy writers and actors delve into the year's biggest events. This year's writers are: Benedikt Valsson, Fannar Sveinsson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Karen Björg Eyfjörð, Sverrir Þór Sverrisson and Þorsteinn Guðmundsson. Producer: Pera Production ehf.