Spurningakeppni framhaldsskólanema. Spyrill er Eva María Jónsdóttir, dómari og spurningahöfundur er Davíð Þór Jónsson. Stigavörður er Ásgeir Erlendsson. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason. Aðstoð við útsendingu: Elísabet Linda Þórðardóttir. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Þættir frá 2011-2012 þar sem fjallað er um leiksýningar, kvikmyndir, heimildamyndir, stuttmyndir og leikna sjónvarpsþætti. Leikmyndir, lýsing, hljóð og brellur kvikmynda og leikhúsa eru skoðuð og fylgst með framleiðslu einstakra kvikmyndaverka. Rýnt er í myndlist með upplýsandi og gagnrýnum hætti, nýjar leiksýningar fá ítarlega umfjöllun og gagnrýni og farið yfir feril einstakra listamanna.
Umsjónarmenn eru Þórhallur Gunnarsson, Sigríður Pétursdóttir, Vera Sölvadóttir og Guðmundur Oddur Magnússon. Dagskrárgerð: Guðmundur Atli Pétursson.
Fróðlegir danskir þættir þar sem þáttastjórnendur rannsaka matinn sem við borðum dags daglega.
Norskir þættir þar sem arkítektar eru heimsóttir í orlofshúsin sín.
Tónlistarþættir frá árunum 1986-1987. Kynnir: Jón Gústafsson. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Brot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar.
Cell 7 flytur City Lights. Með henni eru Svanhildur Lóa Bergsteinsdóttir og Sverrir Björgvinsson. Höfundar lags: Ragna Kjartansdóttir og Magnús Jónsson.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Jarðhræringar á Reykjanesskaga 2. Skjálftinn og Skrekkur
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Grindvíkingar búa við mikla óvissu um þróun mála í bæjarfélaginu. Margir fóru á heimili sín í dag til að grípa með sér nauðsynjar en enn á eftir að svara fjölmörgum spurningum varðandi afkomu, skóla og húsnæði. Vilhjálmur Árnason þingmaður og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur voru gestir Kastljóss en þeir eru báðir Grindvíkingar.
Þórunn Erlingsdóttir og fjölskylda hennar hafa komið sér tímabundið fyrir á Selfossi. Hún yfirgaf Grindavík snemma á föstudagskvöld en gerði þá ráð fyrir að vera aðeins burtu eina nótt. Hún segir óvissuna erfiðasta og gerir ráð fyrir að áfallið komi síðar.
Dr. Berglind Guðmundsdóttir er sálfræðingur hjá landspítalanum og fulltrúi í samráðshópi áfallahjálpar hjá Almannavörnum. Hún segir eðlilegt að fólk upplifi erfiðar tilfinningar í kjölfar svona atburðar og að hræðsla og jafnvel reiði muni gera vart við sig hjá mörgum. Rætt um hvernig má vinna sig út úr slíkum tilfinningum.
Bein útsending frá úrslitum hæfileikakeppninnar Skrekks þar sem grunnskólanemar í Reykjavík keppa. Kynnar eru Egill Andrason og Helga Salvör Jónsdóttir. Dagskrárgerð: Þuríður Davíðsdóttir og Bjarni Kristbjörnsson. Stjórn útsendingar: Sturla Hólm Skúlason.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Valgeir Örn Ragnarsson hefur umsjón með þættinum sem er helgaður stöðunni á Reykjanesskaga. Í fyrri hluta þáttarins koma Tómas Sigurðsson, forstjóri HS Orku, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður og Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur. Í síðari hluta þáttarins koma Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra.
Dönsk heimildarþáttaröð um áhrif heimsfaraldurs af völdum COVID-19 á lífsviðurværi fólks víða um heim. Í þáttunum kynnumst við meðal annars nuddurum á ströndum Taílands sem skyndilega urðu mannlausar og norskum hóteleiganda sem þarf að endurskipuleggja allan rekstur sinn og taka erfiðar ákvarðanir.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Jarðhræringar á Reykjanesskaga 2. Skjálftinn og Skrekkur
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir