Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í dag kom út skýrsla nefndar um Vöggustofur í Reykjavík. Þar er að finna sláandi upplýsingar um starfsemi vöggustofanna og hvaða áhrif það hafði á börnin sem þar dvöldu. Við ræðum við Kjartan Björgvinsson formanns nefndar um Vöggustofur.
Kristín Ásgeirsdóttir dvaldi fyrstu átján mánuði ævi sinnar á vöggustofu. Hún telur það hafa haft mikil áhrif á líf sitt, hún hafi alltaf upplifað tengslaleysi, átt erfitt með að tengjast fólki og upplifað sig einskis virði.
Fyrir rúmum tveimur árum síðan gengu fimm menn á fund borgarstjóra í þeim tilgangi að fara fram á að vöggustofur sem Reykjavíkurborg rak yrðu rannsakaðar. Niðurstaða rannsóknar nefndarinnar sem var skipuð í kjölfarið er nú komin og við ræddum við þá Árna H. Kristjánsson og Viðar Eggertsson um vöggustofur.
Síðan heyrum við menningarfréttir vikunnar eins og alltaf á fimmtudögum.
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hefur um árabil verið með vinsælasta sjónvarpsefni á landinu, enda fer þar saman létt skemmtun og æsispennandi keppni. Nú er lokið forkeppni á Rás 2 með þátttöku liða frá fjölmörgum framhaldsskólum en aðeins átta lið standa eftir þegar sjónvarpshluti keppninnar hefst. Spyrill er Sigmar Guðmundsson, dómari og spurningahöfundur Anna Kristín Jónsdóttir og Andrés Indriðason annast dagskrárgerð og stjórnar útsendingu.
Í þessum þætti eigast við Verzlunarskóli Íslands og Fjölbrautaskóli Suðurlands.
Þáttaröð frá 1998-1999 þar sem Spaugstofufólkið Erla Ruth Harðardóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Linda Ásgeirsdóttir, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson bregða á leik. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Íslensk heimildarþáttaröð þar sem áhorfendur fá einstaka sýn inn í töfraheim leikhússins og fylgjast með flóknu sköpunarferli sem á sér stað frá því að leikararnir fá handritið í hendurnar og fram yfir frumsýningu. Dagskrárgerð: Þorsteinn J.
Þættir frá 2012-2013. Fjallað er um leiklist, kvikmyndir og myndlist með upplýsandi og gagnrýnum hætti. Einnig er farið yfir feril einstakra listamanna. Umsjónarmenn eru Guðmundur Oddur Magnússon, Vera Sölvadóttir, Símon Birgisson og Sigríður Pétursdóttir. Dagskrárgerð: Guðmundur Atli Pétursson og Kolbrún Vaka Helgadóttir.
Sænskir þættir frá 2023 þar sem skyggnst er inn í lífið í sænsku konungshöllinni.
Í Myrkraeldhúsinu er niðamyrkur og krakkarnir þurfa að keppast um að baka flottustu og ljúffengustu kökuna. En margt býr í myrkinu.
Þorri og Þura eru álfar og heimsins bestu vinir. Einn daginn eiga þau von á Eysteini vini sínum en svo bólar ekkert á honum. Þorri og Þura leggja þá af stað í leit að vini sínum.
Þorri og Þura leggja af stað í leit að Eysteini. Allt í einu fer jörðin að hristast og þau heyra í Eysteini hrópa á hjálp í fjarska.
Abbe getur stöðvað tímann þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og hann vill. Þegar foreldranir hlusta ekki, stóri bróðir er alveg sama og heimurinn er ósanngjarn þá hrópar Abbe STOPP og þá stöðvast allt. Nú er það hann sem ræður.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Íþróttafréttir.
Bein útsending frá söfnunar- og skemmtiþætti til styrktar Grensásdeild, þar sem safnað er fyrir tækjum til endurhæfingar. Fjöldi listamanna, sérfræðinga, skjólstæðinga deildarinnar og annarra velunnara koma fram. Umsjón: Eva María Jónsdóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Guðjón Davíð Karlsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Stjórn útsendingar: Salóme Þorkelsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.
Flokkur breskra sakamálamynda um Morse rannsóknarlögreglumann í Oxford á yngri árum. Hann ræður strembnar morðgátur, kynnist mönnum sem hann á eftir að starfa með næstu áratugina og þróar með sér eftirtektarverð skapgerðareinkenni sem hann á eftir að fínpússa á löngum og gifturíkum ferli. Í helstu hluverkum eru Shaun Evans og Roger Allam. Myndirnar eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Félagarnir Frank og Casper snúa aftur í áttundu þáttaröð dönsku gamanþáttanna Trúður, eða Klovn. Frank er hrakfallabálkur fram í fingurgóma og tekst alltaf að koma sér og vinum sínum í vandræðalegar aðstæður. Aðalhlutverk: Frank Hvam, Casper Christensen og Mia Lyhne. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna.
Önnur þáttaröð um norsku athafnamennina. Vinirnir fjórir eru auðugir, keyra um á flottum bílum, eiga glæsileg heimili og fallegar fjölskyldur. Þeir eiga þó sínar myrku hliðar og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínu meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norskum fjármálaheimi. Aðalhlutverk: Simon J. Berger, Agnes Kittelsen, Pål Sverre Hagen, Tobias Santelmann og Jon Øigarden. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Beinar útsendingar frá HM í fimleikum í Belgíu.
Bein útsending frá HM í fimleikum í Belgíu.