Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða króna fyrir ólöglegt verðsamráð við Eimskip, sem hafði áður fallist á að greiða 1,5 milljarð króna. Brotin stóðu árum saman og bitnuðu á fyrirtækjum og neytendum. Hvaða úrræði hafa þau til að fá tjón sitt bætt? Kastljós ræddi við Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, og Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna.
Tvær konur voru handteknar þegar þær komu niður úr möstrum hvalveiðiskipa eftir að hafa hafst þar við í einn og hálfan sólarhring í mótmælaskyni við hvalveiðar. En breytti það einhverju? Við ræddum við Stefán Pálsson, sagnfræðing og róttækling, um áhrifamátt mótmæla og borgaralegrar óhlýðni.
Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri og íþróttalýsandi, fer á kostum enn eina ferðina á HM í frjálsum. Hann gerir það hins vegar í skugga alvarlegra veikinda, sem hann lætur þó lítið á sig fá. Kastljós ræddið þennan litríka lýsanda.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
Dagskrárliður er textaður.
Bein útsending.