Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í Kastljósi í kvöld heimsækjum við danska knattspyrnufélagið Lyngby, sem Gylfi Þór Sigurðsson, hefur gengið til liðs við, og þar með fjölgar Íslendingum í liðinu sem stýrt er af Frey Alexanderssyni. Við kynnum okkur líka helstu nýjungar í mannvirkjagerð, sem voru sýndar á Iðnaðarsýningunni í Laugardalshöll um helgina.
Við rýnum einnig í niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem kynntar voru í dag en þar kemur meðal annars fram að fimmtán prósent stúlkna og sex prósent drengja í tíunda bekk segjast hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ragný Þóra Guðjohnsen stýrir rannsókninni, og ræðir hana í þætti kvöldsins.