

Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.

Ævintýralegir þættir um músafjölskyldu sem býr á lítilli plánetu.

Friðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.

Stærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.

Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.

Fallegir þættir um litla björninn Móa sem ferðast um allan heiminn á hjólinu sínu.

Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.

Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.

Róbert og hvolparnir mæta nýjum áskorunum og sanna enn og aftur að ekkert verkefni er of stórt fyrir litla hvolpa.

Fjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr.

Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.

Gamanþáttaröð byggð á sögu eftir Ólaf Hauk Símonarson. Vigga er 11 ára stelpa sem býr með fjölskyldu sinni í átta hæða blokk á höfuðborgarsvæðinu. Við kynnumst fjölskyldu hennar sem er ósköp venjuleg íslensk fjölskylda en þegar nánar er athugað er hún skemmtilega klikkuð eins og allir aðrir íbúar í blokkinni. Leikstjóri er Kristófer Dignus og meðal leikenda eru Andrea Marín Andrésdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Gunnar Hansson, Kristín Pétursdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir.
Þáttaröð um ungt og áhugavert fólk. Skyggnst er inn í líf einnar persónu hverju sinni og henni fylgt eftir í sínu daglega lífi. Umsjónarmaður er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Stjórn upptöku og myndvinnsla er í höndum Eiríks I. Böðvarssonar. Textað á síðu 888 í Textavarpi.
Crossfitmeistarinn Annie Mist Þórisdóttir tryggði sér í fyrra heimsmeistaratiltilinn annað árið í röð. Hún segir okkur frá draumum sínum og væntingum, því andlega álagi sem fylgir nafnbótinni hraustasta kona heims og framtíð sinni með danska kærastanum.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Egill Helgason hefur umsjón með þessum þætti. Fyrst til að ræða helst um húsbyggingar og húsnæðismál:
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri, Pawel Bartozsek varaborgarfulltrúi, Helga Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Anna María Bogadóttir arkitekt og gegnum zoom: Borghildur Sturludóttir arkitekt. Því næst ræðir Egill um leiðtogafundinn við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Að lokum ræðir hann við Andrés Magnússon lækni, um banka.

Þættir frá 1996 í umsjón Björns Th. Björnssonar. Björn flytur í þáttunum erindi þar sem hann fjallar um erlenda sem íslenska myndlist. Hann leitast þar við að sýna áhrif samfélagsins og breytingar þess á hverjum tíma á listina, og hver hugsanleg áhrif listin hefur á andlegan heim samfélagsins. Dagskrárgerð: Valdimar Leifsson.

Víkingur Heiðar Ólafsson leikur og spjallar um tónlist Philip Glass, eins stærsta núlifandi tónskálds í heimi, víðsvegar um Hörpu, tónlistarhús. Þátturinn var unninn í samvinnu við þýsku plötuútgáfuna Deutsche Grammophon. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. Framleiðsla: RÚV.

Í þessari tíu þátta röð spjallar Ásgrímur Sverrisson við íslenska kvikmyndaleikstjóra um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum og rætt um hugmyndirnar sem að baki verkunum liggja.
Í þessum þætti ræðir Ásgrímur við kvikmyndaleikstjórann Óskar Jónasson um feril hans og þeir skoða saman brot úr myndum Óskars. Sýnd eru brot úr myndunum Sjúgðu mig Nína, SSL-25, Sódóma Reykjavík, Perlur og Svín, Rót, Fiskur, Áramótaskaup sjónvarpsins, Úr öskunni í eldinn og Limbó.

Ástin er mikil ráðgáta og í þessum dönsku þáttum er gerð tilraun til að finna lykilinn að henni. Getur verið að hann sé að finna í magni persónulegra gagna? Til að sannreyna vísindin á bak við Big Data eru átta einhleypir einstaklingar paraðir saman út frá persónuupplýsingum. Mun ástin kvikna þegar fólkið fer að búa saman og kynnast nánar?

Heimildarþáttaröð í þremur hlutum frá BBC þar sem Simon Schama fjallar um rómantísku stefnuna og skoðar hvernig áhrifa hennar gætir enn þann dag í dag.

Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.
Ferðavenjur fólks breytast hraðar en hönd á festir og nú er algengt að sjá fólk þeysast á milli staða á rafhjólum, hlaupahjólum, rafskutlum og gamla, góða götuhjólinu. Notendur mæra og mæla eindregið með að fólk skipti bíl númer tvö út fyrir örflæðistæki, en hvað með veðrið? Er örflæði og virkir ferðamátar ekki bara dæmi um rammíslenskan ómöguleika?

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Í bílskúr við heimahús í Hveragerði er allt á fullu þegar Landinn lítur við og unnið eftir stífu skipulagi. Þarna starfrækir Dörthe Zenker bakaríið Litlu brauðstofuna með hjálp frá manninum sínum Jens. Þau eiga sér áhugaverða sögu og þrátt fyrir að vera bæði þýsk kynntust þau á Íslandi fyrir hreina tilviljun.

Bolla þykir ekki mikið til koma þegar að bolludagur, sprengidagur og öskudagur ganga í garð en þá fær hann heimsókn frá þrem draugum sem vilja breyta hugarfari hans.
Bjarmi kennir Agnari og krökkunum hvað rafíþróttir eru og Gleðiskruddurnar ræða við okkur um styrkleika.

Holly er mætt aftur og heldur áfram baráttu sinni í tónlistinni og í einkalífinu.

Brot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar.
Unnsteinn Manuel flytur lagið Lít ekki af þér í nótt. Sveinbjörn Thorarensen leikur á hljómborð. Höfundar lags: Unnsteinn Manuel Stefánsson og Auðunn Lúthersson.

Íþróttafréttir.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Þórdís Claessen. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Elvar Örn Egilsson.
Landinn bakar súrdeigsbrauð með nemendum í Dalvíkurskóla. Við fylgjum mæðginunum á Þambárvöllum í Bitrufirði í skólann en þau fara 160 km. í skólabílnum á hverjum virkum degi. Við skoðum sérútbúinn leitardróna hjá Björgunarfélagi Akraness, hittum leiðsögumann sem gerðist þjóðgarðsvörður á Hawaii og svo hlöðum við upp gamla kúahlöðu í Fljótsdal.

Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Alma Ýr Ingólfsdóttir nýtur lífsins með litla drengnum sínum. Á átjánda ári veiktist hún alvarlega af heilahimnubólgu sem varð til þess að taka varð báða fætur að hluta og framan af níu fingrum.

Íslensk þáttaröð eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson. Útbrunnin handboltastjarna frá níunda áratugnum tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar eftir margra ára óreglu. Á gömlu heimaslóðunum þarf hann að horfast í augu við breytta tíma, fjarlæga dóttur sína, veðmálabrask og síðast en ekki síst, nýja kynslóð kvenna sem kallar ekki einu sinni ömmu sína, ömmu sína. Meðal leikenda eru Ingvar E. Sigurðsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Saga Garðarsdóttir.
Hundurinn borðar klósettpappír Heklu. Eysteinn og Skarphéðinn tæma sparibaukana. Brynja fær heimsókn frá fyrrverandi. Geirjón fer upp á Skaga.

Sænskir sakamálaþættir sem gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Líf og örlög fjögurra ókunnugra einstaklinga samtvinnast eftir að tveir ferðamenn finnast myrtir í tjaldi í Norður-Svíþjóð. Meðal leikenda eru Asta Kamma August, Rolf Lassgård og Alba August. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þáttaröðin er hluti af þemanu Sakamálasumar.

Kólumbísk kvikmynd frá 2018 um maríjúana-iðnaðinn í Kólumbíu á áttunda áratugnum og áhrif hans á líf frumbyggjafjölskyldu í Guajira-eyðimörkinni. Leikstjórn: Cristina Gallego og Ciro Guerra. Aðalhlutverk: José Acosta, Carmiña Martínez og Natalia Reyes. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

Íslensk þáttaröð eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson. Útbrunnin handboltastjarna frá níunda áratugnum tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar eftir margra ára óreglu. Á gömlu heimaslóðunum þarf hann að horfast í augu við breytta tíma, fjarlæga dóttur sína, veðmálabrask og síðast en ekki síst, nýja kynslóð kvenna sem kallar ekki einu sinni ömmu sína, ömmu sína. Meðal leikenda eru Ingvar E. Sigurðsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Saga Garðarsdóttir.