17:05
Hvað getum við gert?
Örflæði
Hvað getum við gert?

Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.

Ferðavenjur fólks breytast hraðar en hönd á festir og nú er algengt að sjá fólk þeysast á milli staða á rafhjólum, hlaupahjólum, rafskutlum og gamla, góða götuhjólinu. Notendur mæra og mæla eindregið með að fólk skipti bíl númer tvö út fyrir örflæðistæki, en hvað með veðrið? Er örflæði og virkir ferðamátar ekki bara dæmi um rammíslenskan ómöguleika?

Var aðgengilegt til 21. september 2023.
Lengd: 7 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,