19:40
Kastljós
Söngvakeppnin, vísindi og list, Elley
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Söngvakeppnin hefst á morgun en undirbúningur fyrir hana hefur staðið yfir í margar vikur. Kastljós skyggndist á bakvið tjöldin og spjallaði við fólkið sem sér til þess að herlegheitin skili sér til áhorfenda heima í stofu.

Fjölskyldur og fólk á öllum aldri er boðið velkomið í Safnahúsið þessa dagana þar sem sýningin Viðnám stendur yfir. Hún er allt í senn; fræðsla, listasýning og tilraunastofa.

Við Austurströnd á Seltjarnarnesi var að opna ný búð sem rekin er af sjálfboðaliðum og allur ágóði rennur beint til Kvennaathvarfsins.

Var aðgengilegt til 17. febrúar 2024.
Lengd: 13 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,