Beinar útsendingar frá HM í alpagreinum.
Bein útsending frá fyrri ferð í stórsvigi karla á HM í alpagreinum.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ný könnun sýnir að vantrú Íslendinga á stjórnkerfi og stofnunum er mikil og umburðarlyndi gagnvart ólíkum skoðunum er lítið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um könnunina, en einnig stöðuna á íslenskum vinnumarkaði, orðræðuna í verkalýðsbaráttunni og mögulega aðkomu stjórnvalda að verkföllum.
Að rekja brot er ný sýning í Gerðarsafni þar sem sex listamenn fjalla um uppruna sinn á ólíkan hátt. Sýningin fjallar um nýlendu og kynþátta ofbeldis, síðan líka um sjálfsmynd og okkar flókna samband og tengingu við uppruna og arfleið. Síðast en ekki síst um efniskennd og hvernig efniskennd tengist listferli listamannana
Rætt við Arnar Björnsson fréttamanna um stöðu samningaviðræða Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu.
Nokkrar hugrakkar manneskjur lesa upp úr dagbókum sínum frá unglingsárunum og deila með okkur dýpstu leyndarmálum ungdómsins, þegar allt er upp á líf og dauða og bóla á enninu er alvarlegri en efnahagshrun.
Beinar útsendingar frá HM í alpagreinum.
Bein útsending frá seinni ferð í stórsvigi karla á HM í alpagreinum.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm. Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Jón Svanur Jóhannsson. Dómari: Ævar Örn Jósepsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Spaugstofumennirnir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason bregða á leik. Þáttaröð frá 1996. Stjórn upptöku: Sigurður Snæberg Jónsson.
Fjórir þættir þar sem fylgst er með þeim Rósu Gísladóttur myndlistarmanni, Ásu Björk Ólafsdóttur presti, Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og Yrsu Sigurðardóttur rithöfundi. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari, er leiðari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, kennari og höfundur bókanna um Maximús Músíkús sem gefnar hafa verið út víðsvegar um heiminn.
Norsk heimildamynd frá 2020 þar leikstjórarnir Gudmund og Haakon Sand fylgja Sirkus Íslands eftir í rúmt ár og veita innsýn í líf listamannanna.
Fræðsla fyrir börn og ungmenni um samskipti og líðan á netinu, áhorf á klám, fréttir og falsfréttir og ábyrga notkun samfélagsmiðla í tengslum við upplýsinga- og miðlalæsisviku á Íslandi. Fræðslan er byggð á niðurstöðum víðtækrar rannsóknar Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands sem nefnist Börn og netmiðlar.
Hvað er hægt að gera þegar einhver fer yfir persónuleg mörk annarra á netinu? Oft felst áreitnin í því að ókunnugir einstaklingar reyna að fá börn til að senda þeim nektarmyndir af sér. Rætt er við Maríu Rún Bjarnadóttur, verkefnisstjóra gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra, um reglur um sendingar og deilingar á nektarmyndum og hvar börn og ungmenni geta leitað hjálpar ef brotið er á þeim. Fulltrúar í ungmennaráðum Samfés og Samtakanna ?78 segja frá upplifun sinni.
Á meðan ég man er íslensk þáttaröð sem gerð var í tilefni af 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins árið 2010. Í hverjum þætti er stiklað yfir fimm ára tímabil í sögu Sjónvarpsins frá árunum 1966 til 2005. Í þáttunum er fréttum, atriðum úr skemmtiþáttum, viðtalsbrotum og tónlist frá þessum tímabilum blandað saman. Inn í þessa upprifjun fléttast viðtöl við fólkið sem annaðhvort var áberandi á tímabilinu eða kom við sögu í fréttunum sem rifjaðar eru upp. Umsjónarmaður er Guðmundur Gunnarsson og dagskrárgerð er í höndum Sigurðar Jakobssonar.
Í þessum þætti er farið yfir árin 1976 til 1980 og sjáum við meðal annars fyrstu litupptöku Sjónvarpsins, Haukur í lit, þar sem Haukur Morthens flytur lagið Lóa litla á Brú.
Bresk þáttaröð um dýralæknastofu í Yorkshire á fjórða áratugnum. Þættirnir byggjast á bókum eftir Alf Wight sem skrifaði undir nafninu James Herriot. Aðalhlutverk: Nicholas Ralph, Anna Madeley og Samuel West.
Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir leiða áhorfendur í tali og tónum um töfraheima sígildrar tónlistar. Þau spjalla á léttu nótunum um tónlist frá ýmsum tímum auk þess sem Víkingur leikur verk af nýlegum hljómplötum sínum á sviði Eldborgar í Hörpu.
Rick föndrar, málar og býr til allskonar skemmtilega hluti. Engar hugmyndir eru of stórar og hann ræðst á þær eins og ninja!
Norskir þættir þar sem fylgst er með dýralæknum að störfum.
Allskonar skemmtileg lög fyrir yngri kynslóðina.
Salka Sól syngur lagið Heimskringla á Sögum verðlaunhátíð barnanna árið 2020. Lagið er eftir Tryggva M. Baldvinsson og textinn eftir Þórarinn Eldjárn en Þórarinn og systir hans Sigrún voru heiðursverðlaunahafar hátíðinnar.
Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Anja Sæberg og Bjarni Kristbjörnsson
Í Húllumhæ: Við kynnumst síðasta sigurvegara Ljóðaflóðs, Óla Birni Bjarkasyni sem vann á miðstigi. Kíkjum í heimsókn í skólana sem hlutu fyrsta, annað og þriðja sæti í stuttmyndakeppninni Sexunni og kynnumst fyrstu fimm atriðunum sem ætla að freista þess að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision 2023.
Umsjón:
Anja Sæberg
Fram komu:
Óli Björn Bjarkason
Dalía Björt Emilsdóttir
Bragi Bergsson
Diljá Pétursdóttir
Móeiður Júníusdóttir
Benedikt Gylfason
Valgeir Skorri Vernharðsson
Hrafnkell Hugi Vernharðsson
Katla Vigdís Vernharðsdóttir
Handrit og dagskrárgerð:
Karitas M. Bjarkadóttir
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Söngvakeppnin hefst á morgun en undirbúningur fyrir hana hefur staðið yfir í margar vikur. Kastljós skyggndist á bakvið tjöldin og spjallaði við fólkið sem sér til þess að herlegheitin skili sér til áhorfenda heima í stofu.
Fjölskyldur og fólk á öllum aldri er boðið velkomið í Safnahúsið þessa dagana þar sem sýningin Viðnám stendur yfir. Hún er allt í senn; fræðsla, listasýning og tilraunastofa.
Við Austurströnd á Seltjarnarnesi var að opna ný búð sem rekin er af sjálfboðaliðum og allur ágóði rennur beint til Kvennaathvarfsins.
Bein útsending frá spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Laufey Haraldsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson og Helga Margrét Höskuldsdóttir. Spyrill er Kristjana Arnarsdóttir. Sjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Í þessum þætti mætast lið Tækniskólans og Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir kvöldsins eru Hilmar Guðjónsson, Ingibjörg Stefánsdóttir og Þóra Arnórsdóttir.
Berglind Festival fer á stúfana og rannsakar sveppi.
Söngkonan Lúpína flytur lagið Tveir mismunandi heimar.
Bresk leikin þáttaröðin um hina litríku og lífsglöðu Larkin-fjölskyldu. Þættirnir gerast í Kent-sýslu á Englandi um 1950 og eru byggðir á sígildri sögu H. E. Bates, The Darling Buds of May, eða Maíblómin.
Breskur spennumyndaflokkur um rannsóknarlögreglumanninn Max Arnold sem býr í gömlum húsbáti en starfar í einu efnaðasta hverfi Lundúna. Þó ekki skorti auðæfin í Chelsea er þar engu að síður nóg um morð og önnur myrkraverk. Aðalhlutverk: Adrian Scarborough, Peter Bankolé og Lucy Phelps. Myndirnar eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Myndirnar eru hluti af þemanu Sakamálasumar.
Oliver Cowie er þekktur kennari, ástríkur eiginmaður og fjölskyldufaðir og gæðablóð í alla staði - en þegar hann finnst myrtur taka alls kyns óþverramál að fljóta upp á yfirborðið frá einkaskólanum þar sem hann starfaði.
Bein útsending frá leikjum í bikarkeppninni í handbolta.
Bein útsending frá leik Stjörnunnar og Vals í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta.