Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Íbúar á Suðurnesjum voru á án rafmagns, heitavatns og símasambands í um tvær klukkustundir vegna bilunar á Suðurnesjalínu. Raforkuöryggi hefur verið í brennidepli á Suðurnesjum í mörg ár. Landsnet vill leggja Suðurnesjalínu 2 og hefur fengið framkvæmdaleyfi frá þremur af fjórum sveitarfélögum á svæðinum, öllum nema Vogum, sem vill að línan verði grafin í jörð frekar en loftlína. Skipulagsráð Voga ætlar að skjóta málinu til Skipulagsstofnunar en bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Voga og Landsnet að leysa úr ágreiningnum hið snarasta. Kastljós ræddi við Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóra í Vogum, og Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra í Reykjanesbæ.
Rafsegulmeðferð á heila hljómar eins og martröð úr fortíðinni þegar sársaukafullum raflostsmeðferðum var miskunnarlaust beitt á sjúklinga með alvarlega geðsjúkdóma með misgóðum árangri. Þó svo að raflostsmeðferðir séu ekki sársaukafullar lengur er rafsegulmeðferð af öðrum toga og er reyndar talin vera ein af mestu framfaraskrefum sem stigin hafa verið í meðferð þunglyndis á undanförnum áratugum.
Sundlaugin á Selfossi var opnuð í síðustu viku eftir að hafa verið lokuð í mánuð vegna skorts á heitu vatni. Heitu pottarnir eru hins vegar enn lokaðir, fastagestum til mikils ama. Sigríður Dögg skrapp í sund.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Lenya Rún er varaþingmaður Pírata. Hún glímir við átröskun og var föst í því að vera fullkomin. Viku eftir að hafa verið gestur í Silfrinu var hún lögð inn á Klepp. Lenya Rún er gestur í Okkar á milli.
Ferða- og matreiðsluþáttur þar sem Kristinn Guðmundsson ferðast með vini sínum Janusi Braga og eldar fyrir hann. Nú fara þeir um Dýrafjörð þar sem þeir eru alls ekki á heimavelli. Dagskrárgerð og framleiðsla: Kristinn Guðmundsson.
Í þessum þætti liggur leiðin á hæsta fjall Vestfjarða, Kaldbak.
Beinar útsendingar frá leikjum á HM karla í handbolta.
Bein útsending frá leik Portúgals og Brasilíu í milliriðli á HM karla í handbolta.
Brot úr þáttaröðinni Íþróttaafrek Íslendinga.
Brot úr þáttaröðinni Íþróttaafrek Íslendinga. Í þessum þætti er fjallað um frjálsíþróttakonuna Guðrúnu Arnardóttur sem komst fyrst íslenskra hlaupara í úrslit á Ólympíuleikum í grindahlaupi árið 2000.
Umfjallanir um leiki á HM karla í handbolta.
Upphitun fyrir leik Grænhöfðaeyja og Íslands á HM karla í handbolta.
Beinar útsendingar frá leikjum á HM karla í handbolta.
Bein útsending frá leik Grænhöfðaeyja og Íslands í milliriðli á HM karla í handbolta.
Umfjallanir um leiki á HM karla í handbolta.
Uppgjör á leik Grænhöfðaeyja og Íslands á HM karla í handbolta.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Trúarofbeldi nefnist það þegar ofbeldi er beitt í nafni trúar innan trúfélaga. Anna Margrét Kaldalóns ólst upp í Vottum Jehóva til 12 ára aldurs. Hún stofnaði í vor stuðningshóp fyrir fyrrverandi meðlimi í Vottum Jehóva, sem telur um 60 manns. Petra Hólmgrímsdóttir sálfræðingur hefur rannsakað sértrúarsöfnuði sérstaklega og afleiðingar trúarofbeldis. Á næstunni ætla þær að stofna samtök fyrir þolendur ofbeldis innan allra trúfélaga. Kastljós ræddi við Önnu Margréti og Petru.
Sveitarfélög á Suðurnesjum skora á sveitarfélagið Voga og Landsnet að leysa ágreining um lagningu Suðurnesjalínu 2 svo tryggja megi raforkuöryggi á svæðinu. Vogar eru eina sveitarfélagið á svæðinu sem ekki hefur veitt framkvæmdaleyfi en bæjarstjórnin vill jarðstreng frekar en loftlínu. Kastljós hitti Sverri Jan Norðfjörð, verkefnastjóra hjá Landsneti, og spurðum hvers vegna fyrirtækið vill ekki leysa málið með því að grafa línuna í jörð í gegnum Voga.
Rauður þráður nefnist yfirlitssýning á verkum Hildar Hákonardóttur, eins fremsta myndlistarmanns sinnar kynslóðar og áhrifavalds í kvennabaráttunni, sem opnuð var á Kjarvalsstöðum um helgina. Kastljós leit við á sýningunni.
Vikinglottó-útdráttur vikunnar.
Dönsk heimildarþáttaröð um fimm manna fjölskyldu sem flytur í frumskóga Níkaragva. Fjölskyldufaðirinn Glenn býst við að innan fimm ára verði heimshrun og þá verði fólk að geta ræktað eigin mat og séð sér fyrir rafmagni og vatni. Hann vill að börnin þrjú læri að takast á við lífið á nýjum forsendum en þau eiga erfitt með að yfirgefa öruggan hversdagsleikann heima í Danmörku.
Önnur þáttaröð þýsku spennuþáttanna um kafbátaáhöfn þýska hersins í seinni heimsstyrjöldinni. Áhöfnin þarf að takast á við innilokunarkennd og þrúgandi aðstæður neðansjávar þar sem hættur leynast víða og njósnarar eru við hvert fótmál. Aðalhlutverk: Vicky Krieps, Tom Wlaschiha og Lizzy Caplan. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Heimildarmynd í tveimur hlutum um vísindamennina Albert Einstein og Stephen Hawking sem almennt eru taldir í hópi helstu hugsuða mannkynssögunnar. Byltingarkenndar hugmyndir þeirra hafa breytt sýn okkar og skilningi á alheiminum.
Danskir heimildarþættir þar sem sex pör sem hafa verið gift í fjölda ára deila sögum úr hjónabandinu. Hvernig er það að eyða meirihluta ævinnar saman? Er hægt að elska sömu manneskjuna allt sitt líf?
Heimildarþáttur frá BBC þar sem ólögleg sala á líffærum manna er rannsökuð.
Beinar útsendingar frá leikjum á HM karla í handbolta.
Bein útsending frá leik Svíþjóðar og Ungverjalands í milliriðli á HM karla í handbolta.