14:00
Hljómskálinn
80's
Hljómskálinn

Þáttaröð um íslenska tónlist full af skemmtilegheitum og fjöri. Sigtryggur Baldursson og félagar fara yfir víðan tónlistarvöll og yfirheyra goð og garpa íslenskrar tónlistarsögu. Ólíklegum dægurflugum er att saman og hin ýmsu tíðnisvið rannsökuð.

Það verður kveikt á vindvélunum og axlapúðarnir látnir standa fram úr ermum í þessum þætti. Stífmáluðum og aftursíðhærðum hetjum níunda áratugar síðustu aldar verður stillt upp við plakatavegginn og háaldraðir hljóðgervlar settir í samband við hjartastuðtækin. Það verður óaðfinnanlegt og sótthreinsað bassatrommusánd í Hljómskálanum.

Var aðgengilegt til 04. mars 2023.
Lengd: 26 mín.
Eingöngu aðgengilegt á Íslandi
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
Dagskrárliður er textaður.
,