20:05
Hvað getum við gert?
Grænni byggð
Hvað getum við gert?

Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.

Góð hönnun, hvort sem um ræðir á smáhlutum eða borgarskipulagi, eykur lífshamingju og heilbrigði. Það skiptir miklu máli fyrir lífsgæði okkar að umhverfi okkar sé hannað með þarfir okkar í huga. Hugtakið græn byggð er margþætt og snýr ekki einungis að náttúrumiðuðum lausnum á borð við aukinn gróður, heldur einnig hugmyndafræði sem stuðlar að aukinni lífshamingju. Loftslagsmál eru nefnilega líka lýðheilsumál.

Var aðgengilegt til 03. júlí 2022.
Lengd: 6 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,