Í Toppstöðinni er fylgst með ólíkum hópum frumkvöðla í spennandi vegferð hugmyndar, af þróunarstigi til fullbúinnar vöru eða þjónustu. Meðal annars verður fylgst með nýjungum á sviði húsbygginga, símatækni, orku, eldsneytis, heilsuvara og afþreyingar fyrir börn svo fátt eitt sé nefnt.
Dönsk þáttaröð í fjórum hlutum um íbúðarhús víðs vegar á Grænlandi og fjölskyldurnar sem þar búa. Í hverjum þætti kynnumst við nýrri fjölskyldu og sjáum hvernig hún býr.
Þáttaröð þar sem draugatrú Íslendinga tekin til skoðunar ásamt annarri þjóðtrú, á borð við hjátrú og trú á álfa. Rætt er við ýmsa sérfræðinga og þá sem hafa haft persónuleg kynni af afturgöngum, álfum eða framliðnum. Rýnt er í hvernig draugatrú endurspeglar samfélagið, menninguna og síðast en ekki síst, sálarlíf og samvisku mannsins. Umsjón: Bryndís Björgvinsdóttir. Dagskrárgerð: Rakel Garðarsdóttir.
Egill Helgason og Sigríður Hagalín Björnsdóttir fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Egill Helgason er umsjónarmaður Silfursins í dag. Fyrsti gestur hans er Ekaterina Gribacheva, sem ræðir þá mynd sem almenningur í Rússlandi fær af stríðinu.
Þá mæta í þáttinn þau Karl Garðarsson fyrrverandi alþingismaður, Rebekka Þráinsdóttir rússneskufræðingur og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor til þess að ræða Úkraínustríðið. Næstu gestir þáttarins eru Eldur Ólafsson framkvæmdastjóri, Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur og Sigrún Davíðsdóttir fréttamaður og ræða efnahagsþvinganir vegna stríðsins. Að lokum sest Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, í settið og ræðir málefni Úkraínu.
Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
Litli Malabar er mjög forvitinn og lánsamur, hann fær að ferðast um alheiminn eins og hann væri stór leikvöllur og talar við plánetur og stjörnur til að öðlast skilning á því hvaðan við komum og hvernig heimurinn myndaðist. Í hverjum þætti fær hann að kanna eitt náttúrufyrirbæri eða vísindahugmynd.
Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Blæja er sex ára hundur sem er stútfull af óstöðvandi gleði. Allir venjulegir hlutir geta orðið ævintýri hjá Blæju og fjölskyldu hennar.
Huggulegir þættir þar sem snjómaðurinn les úr sínum uppáhaldsbókum fyrir litlu mýsnar í bókabúðinni.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Úrslit Gettu betur 2. Eliza Reid hitti Jill Biden 3. Labbaði þvert yfir Skotland
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.
Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni er enn og aftur til umræðu eftir skelfilegar fréttir af barni sem lést á Þórshöfn í byrjun mars, en foreldrar þess stigu fram í fréttum Stöðvar 2 í gær og sögðu heilbrigðiskerfið hafa brugðist þeim. Þingkonurnar Líneik Anna Sævarsdóttir og Halldóra Mogensen sem báðar sitja í velferðarnefnd ræddu um úrbætur heilbrigðisþjónustu í dreifðari byggðum.
Í dag er alþjóðlegur dagur fólks með downs heilkennið og af því tilefni fengum við sérstakan liðsauka í þætti kvöldsins. Finnbogi Örn Rúnarsson heldur úti Facebook og Instagram aðgangi sem heitir fréttir með Finnboga og þegar við spurðum hann hvort hann vildi taka viðtal fyrir Kastljós sagðist hann vilja ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um stuðning íslenskra stjórnvalda við fötluð börn í Úkraínu. Það er okkur sannur heiður á þessum degi að sýna viðtalið sem Finnbogi tók fyrr í dag.
Hvernig er hægt að elska sjálfan sig þrátt fyrir eitur, bresti og brothætta hegðun? Sviðslistahópurinn Toxic kings leitar svara við því í nýju verki sem nefnist How to make love to a man í tilraunarými Borgarleikhússins, Umbúðalaust.
Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.
Góð hönnun, hvort sem um ræðir á smáhlutum eða borgarskipulagi, eykur lífshamingju og heilbrigði. Það skiptir miklu máli fyrir lífsgæði okkar að umhverfi okkar sé hannað með þarfir okkar í huga. Hugtakið græn byggð er margþætt og snýr ekki einungis að náttúrumiðuðum lausnum á borð við aukinn gróður, heldur einnig hugmyndafræði sem stuðlar að aukinni lífshamingju. Loftslagsmál eru nefnilega líka lýðheilsumál.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Heimildaþáttaröð í þremur hlutum frá BBC þar sem blaðakonan Samira Ahmed ferðast um Íran og fjallar um sögu og menningu landsins.
Heimildarþáttaröð í þremur hlutum þar sem sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg tekur sér árs leyfi frá skóla til að ferðast um heiminn og hitta hina ýmsu þjóðarleiðtoga. Hún kynnir sér vísindin á bak við hlýnun jarðar og skorar á þjóðarleiðtoga heimsins að bregðast við hættunni sem af henni stafar.
Heimildamynd um tónlistarkonuna MØ. Fyrir þrem árum síðan varð lagið hennar Lean On mest streymda lag í heimi. Hún skaust upp á stjörnuhimininn og við tók nýtt líf sem poppstjarna. Þrem árum síðar er hún að ná sér niður á jörðina og undirbúa sína aðra breiðskífu.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Úrslit Gettu betur 2. Eliza Reid hitti Jill Biden 3. Labbaði þvert yfir Skotland
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.