00:30
Kastljós
Vaxtahækkun, íslenskir tölvuleikir og sundsýning
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Seðlabankinn tilkynnti um 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í dag - sem var í samræmi við það sem spáð hafði verið. Í yfirlýsingu peningastefnuefndar segir að gert sé ráð fyrir að verðbólga hjaðni þegar hægir á verðhækkun húsnæðis. Vaxtahækkunin á að slá á eftirspurn því lánin verða dýrari - en það er einmitt það sem margir hafa haft áhyggjur af, afleiðingunum af hækkun á afborgunum lána. Til að ræða ákvörðun Seðlabankans sat Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri fyrir svörum.

Tölvuleikjaiðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið hratt undanfarin misseri. Í fyrra var fjárfest fyrir fjóra komma fjóra milljarða í geiranum að CCP frátöldu og hefur starfsfólki fjölgað um 35%. Til að ræða þetta betur kom Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, stjórnarmaður í tölvuleikjafyrirtækjum í Kastljós.

Í sundlaugum landsins svamla fjölbreyttir líkamar og í sturtuklefum þeirra er hversdagsleikinn allsber, eins og Guðrún Sóley fékk að kynnast þegar hún heimsótti sýningu um sundmenningu Íslands.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,