Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Kiljan verður í styttra lagi þessa vikuna vegna Ólympíuleikanna. En við reynum að nota tímann vel, fjöllum um tvær öndvegisþýðingar. Gunnar Þorri Pétursson segir frá þýðingu sinni á Tsernóbýl bæninni eftir Nóbelsverðlaunahafann Svetlönu Aleksíevítsj. Þetta er mögnuð bók um skelfilega atburði og var ein undirstaða sjónvarpsþátta sem vöktu gríðarlega athygli. Helgi Ingólfsson sagnfræðingur ræðir við okkur um bakgrunn bókaflokksins um lögreglumanninnn Bernie Gunther eftir Philip Kerr, sem hann er í óða önn að íslenska. Bækurnar gerast í Þýskalandi og reyndar um víða veröld alveg frá tíma Weimar-lýðveldisins, í gegnum skeið nasista og fram í kalda stríðið. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Kynslóðeftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur og Guð leitar að Salóme eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur.